Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
LH bannar tungubogamél en FEIF ekki
Fréttir 5. júní 2014

LH bannar tungubogamél en FEIF ekki

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Landssamband hestamannafélaga (LH) hefur bannað notkun á tungubogamélum með vogarafli í íþrótta- og gæðingakeppnum á vegum sambandsins. Ástæðan er að notkun mélanna er talin afgerandi áhættuþáttur fyrir áverka á kjálkabeini hrossa og jafnvel stangast á við lög um dýravelferð. FEIF, Alþjóðasamtök eigenda íslenska hestins, styðja hins vegar ekki bannið.

Ákvörðun LH er í samræmi við áskorun yfirdýralæknis um bann við notkun mélanna og er byggð á rannsóknum Sigríðar Björnsdóttur, dýralæknis hrossasjúkdóma, og Þorvaldar Kristjánssonar, kennara við Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknir þeirra hafa sýnt að notkun slíkra méla eru afgerandi áhættuþáttur fyrir áverka á kjálkabeini hjá keppnishestum.

75-faldar líkur

Í rannsókninni var farið yfir heilbrigðisskoðun keppnishesta á Landsmóti hestamanna og Íslandsmóti í hestaíþróttum árið 2012. Samkvæmt niðurstöðunum er gríðarleg fylgni milli notkunar stangaméla með tunguboga og áverka á kjálkabeini hrossa, eða um 75-falt meiri líkur en við notkun annara méla. Í erindi sem Sigríður hélt á Landsýn, vísindaþingi landbúnaðarins, í mars síðastliðnum fór hún yfir rannsóknina. Meðal þess sem kom þar fram var að í sumum tilfellum væru meiðslin svo alvarleg að hross sem þau hlytu myndu aldrei jafna sig og ná fullum bata. Gögn úr nýlegri sænskri rannsókn staðfesta sams konar áverka við notkun tunguboga.

Stjórn Landssambandsins leitaði aðstoðar lögfræðings sem komst að þeirri niðurstöðu að heimilt væri að banna mélin í keppnum á vegum LH og FEIF, Alþjóðasamtökum eigenda íslenska hestsins. Mél teljast vera með tunguboga þegar hæðarmunur frá neðri kanti endastykkis mélanna upp í neðri kant á efsta hluta er meiri en hálfur sentimetri. Öll mél með stöngum og/eða keðju teljast mél með vogarafli.

Bannið hefur þegar tekið gildi og mun stjórn LH leggja niðurstöðu sína ásamt nýjum upplýsingum sem fram kunna að koma fyrir landsþing sem haldið verður í október.

Tamningamenn og hrossabændur skora á FEIF

Bæði Félag tamningamanna og Félag hrossabænda sendu í kjölfarið á ákvörðun LH áskorun til FEIF um að banna þegar notkun á einbrotnum mélum með tunguboga, vogarafli og keðju og einjárnungum með tunguboga, vogarafli og keðju. FEIF hefur hins vegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að samtökin styðji ekki bannið.

Í yfirlýsingu FEIF kemur fram að þrátt fyrir áhyggjur manna varðandi ákveðnar gerðir méla hafi FEIF „ekki borist ábendingar það sem af er þessu ári um vandamál vegna þeirra“. Samtökin hyggjast nota yfirstandandi keppnistímabil til að fylgjast betur með notkun mélanna og hugsanlegt tjón sem þau geta valdið. Þá er lögð áhersla á nýjar reglur sem tóku gildi 1. apríl um hert eftirlit og áherslubreytingar til að bæta reiðmennsku og samband manns og hests. Dómarar eru hins vegar minntir á mikilvægi þess að vísa öllum hrossum úr keppni, séu þau sár, óháð þeim búnaði sem notaður er.

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...