Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Liðin eru 125 ár síðan fyrsti nemandinn hóf þar nám
Fréttir 23. júlí 2014

Liðin eru 125 ár síðan fyrsti nemandinn hóf þar nám

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Mikið fjölmenni og gríðargóð stemming var á Hvanneyri á laugardaginn í síðustu viku þegar heimamenn blésu til hátíðar í tilefni þess að 125 ár eru liðin síðan fyrsti nemandinn hóf nám við Bændaskólann.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Enn innritast bændur í skóla á Hvanneyri ásamt öðrum nemendum á önnur skólastig en þar er starfræktur leikskóli og grunnskóli, auk Bændadeildarinnar og háskóladeilda LbhÍ. Þessi langa skólasaga og mikla framboð menntunar er nokkuð sérstakt í ekki stærra þorpi og líklega einsdæmi.
Voru hátíðarhöldin tengd við árlegan safnadag þar sem Landbúnaðarsafnið var með sína dráttarvélasýningu og félagar í Fornbílafélagi Borgarfjarðar mættu með lystikerrur á ýmsum aldri. Í Gamla skóla var myndasýning, markaður var í hátíðartjaldi og hestaferðir og skemmtisvæði fyrir börnin.

Tveir fyrrverandi skólastjórar leiddu fólk um svæðið og í Halldórsfjósi var Kvenfélagið 19. júní með kleinur og nýbakaðar pönnukökur. Fullt var út úr dyrum í kaffihúsinu Skemmunni og hjá Árna í Árdal sem seldi lambamána grillaða á staðnum og gos úr íslenskum jurtum.

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...