Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Liðin eru 125 ár síðan fyrsti nemandinn hóf þar nám
Fréttir 23. júlí 2014

Liðin eru 125 ár síðan fyrsti nemandinn hóf þar nám

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Mikið fjölmenni og gríðargóð stemming var á Hvanneyri á laugardaginn í síðustu viku þegar heimamenn blésu til hátíðar í tilefni þess að 125 ár eru liðin síðan fyrsti nemandinn hóf nám við Bændaskólann.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Enn innritast bændur í skóla á Hvanneyri ásamt öðrum nemendum á önnur skólastig en þar er starfræktur leikskóli og grunnskóli, auk Bændadeildarinnar og háskóladeilda LbhÍ. Þessi langa skólasaga og mikla framboð menntunar er nokkuð sérstakt í ekki stærra þorpi og líklega einsdæmi.
Voru hátíðarhöldin tengd við árlegan safnadag þar sem Landbúnaðarsafnið var með sína dráttarvélasýningu og félagar í Fornbílafélagi Borgarfjarðar mættu með lystikerrur á ýmsum aldri. Í Gamla skóla var myndasýning, markaður var í hátíðartjaldi og hestaferðir og skemmtisvæði fyrir börnin.

Tveir fyrrverandi skólastjórar leiddu fólk um svæðið og í Halldórsfjósi var Kvenfélagið 19. júní með kleinur og nýbakaðar pönnukökur. Fullt var út úr dyrum í kaffihúsinu Skemmunni og hjá Árna í Árdal sem seldi lambamána grillaða á staðnum og gos úr íslenskum jurtum.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...