Lífrænn þemagarður í Tyrklandi
Á vesturströnd Tyrklands, í um fimm kílómetra fjarlægð frá hinum vinsæla sumardvalarstað, Kusadasi, er frístundagarður þar sem lögð er áhersla á lífræna ræktun og er hann eini sinnar tegundar í Evrópu. Þar er meðal annars hægt að sjá sjaldgæfar dýrategundir, ólífusafn og stóran veitingastað sem selur lífrænt ræktaðar matvörur. Einnig geta gestir garðsins skoðað nokkur gróðurhús þar sem framleitt er lífrænt ræktað grænmeti allt árið um kring. Garðurinn er talinn vera einn af þessum földu perlum í Evrópu en flestir gestanna eru tyrkneskir sem koma nokkrum sinnum á ári til að gera sér glaðan dag og njóta góðs og heilsusamlegs matar.