Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Gríðarlegt fannfergi hefur verið við utanverðan Eyjafjörð og þykk svellalög á túnum inn til landsins, sérstaklega í Hörgárdal þar sem raunin varð sú í fyrravor að umtalsvert kal var í túnum.
Gríðarlegt fannfergi hefur verið við utanverðan Eyjafjörð og þykk svellalög á túnum inn til landsins, sérstaklega í Hörgárdal þar sem raunin varð sú í fyrravor að umtalsvert kal var í túnum.
Fréttir 20. mars 2014

Líkur á kalskemmdum aukast dag frá degi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Og það sem verra er þá aukast líkur á kalskemmdum í ár dag frá degi, en svellalög hafa legið á túnum vel á annan mánuð við utanverðan Eyjafjörð og Öxnadal,“ sagði Trausti Þórisson, bóndi á Hofsá og fráfarandi formaður Félags eyfirskra kúabænda, á aðalfundi félagsins fyrir skömmu. Hann rifjaði í ávarpi til fundarins upp að undanfarin misseri hefðu náttúruöflin minnt rækilega á sig.

Þykk svellalög

Gríðarlegt fannfergi hefði verið við utanverðan Eyjafjörð og þykk svellalög á túnum inn til landsins, sérstaklega í Hörgárdal þar sem raunin varð sú í fyrravor að umtalsvert kal var í túnum.
„Margir hafi þurft að kaupa hey, „og má segja að stanslausir heyflutningar hafi verið inn á svæðið langt fram á vor.“


Frá Norður- og Austurlandi bárust 114 umsóknir til Bjargráðasjóðs vegna kals. „Það segir sig sjálft að eftir fjögur ár með verulegum fjárútlátum er sjóðurinn illa í stakk búinn að bæta að fullu þau stórtjón sem urðu hér á svæðinu 2013,“ sagði Trausti og bætti við að líkur á kalskemmdum á komandi vori ykjust dag frá degi.


Stóráfallatrygging?

Trausti kvaðst taka undir orð Sigurgeirs Hreinssonar, framkvæmdastjóra BSE, sem sagði í samtali við Bændablaðið fyrr á þessu ári að leiðinlegt væri að fara á fund stjórnvalda með betlistaf í hvert sinn sem áföll dyndu yfir. Trausti velti því fyrir sér hvort bændur ættu að fá tryggingafélögin til að bjóða upp á stóráfallatryggingu.


„Ljóst er þó í mínum huga að iðgjöld af slíkum tryggingum verða há og óvíst að tryggingafélögin leggi í að hafa þær í boði, allavega ekki á meðan Bjargráðasjóður er til staðar.“

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...