Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Gríðarlegt fannfergi hefur verið við utanverðan Eyjafjörð og þykk svellalög á túnum inn til landsins, sérstaklega í Hörgárdal þar sem raunin varð sú í fyrravor að umtalsvert kal var í túnum.
Gríðarlegt fannfergi hefur verið við utanverðan Eyjafjörð og þykk svellalög á túnum inn til landsins, sérstaklega í Hörgárdal þar sem raunin varð sú í fyrravor að umtalsvert kal var í túnum.
Fréttir 20. mars 2014

Líkur á kalskemmdum aukast dag frá degi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Og það sem verra er þá aukast líkur á kalskemmdum í ár dag frá degi, en svellalög hafa legið á túnum vel á annan mánuð við utanverðan Eyjafjörð og Öxnadal,“ sagði Trausti Þórisson, bóndi á Hofsá og fráfarandi formaður Félags eyfirskra kúabænda, á aðalfundi félagsins fyrir skömmu. Hann rifjaði í ávarpi til fundarins upp að undanfarin misseri hefðu náttúruöflin minnt rækilega á sig.

Þykk svellalög

Gríðarlegt fannfergi hefði verið við utanverðan Eyjafjörð og þykk svellalög á túnum inn til landsins, sérstaklega í Hörgárdal þar sem raunin varð sú í fyrravor að umtalsvert kal var í túnum.
„Margir hafi þurft að kaupa hey, „og má segja að stanslausir heyflutningar hafi verið inn á svæðið langt fram á vor.“


Frá Norður- og Austurlandi bárust 114 umsóknir til Bjargráðasjóðs vegna kals. „Það segir sig sjálft að eftir fjögur ár með verulegum fjárútlátum er sjóðurinn illa í stakk búinn að bæta að fullu þau stórtjón sem urðu hér á svæðinu 2013,“ sagði Trausti og bætti við að líkur á kalskemmdum á komandi vori ykjust dag frá degi.


Stóráfallatrygging?

Trausti kvaðst taka undir orð Sigurgeirs Hreinssonar, framkvæmdastjóra BSE, sem sagði í samtali við Bændablaðið fyrr á þessu ári að leiðinlegt væri að fara á fund stjórnvalda með betlistaf í hvert sinn sem áföll dyndu yfir. Trausti velti því fyrir sér hvort bændur ættu að fá tryggingafélögin til að bjóða upp á stóráfallatryggingu.


„Ljóst er þó í mínum huga að iðgjöld af slíkum tryggingum verða há og óvíst að tryggingafélögin leggi í að hafa þær í boði, allavega ekki á meðan Bjargráðasjóður er til staðar.“

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...