Lítil eftirspurn eftir greiðslumarki
Verð á greiðslumarki í mjólk er nú 260 krónur líterinn. Þetta kom í ljós við opnun tilboða um kaup og sölu á greiðslumarki 1. apríl 2014. Verðið nú er 60 krónum lægra en það var á síðasta kvótamarkaði, 1. nóvember síðastliðinn. Einungis tvö gild tilboð um kaup á greiðslumarki bárust.
28 gild tilboð um sölu bárust til Matvælastofnunar en aðeins tvö gild tilboð um kaup. Greiðslumark sem viðskipti ná til nú nær til 35.000 lítra en óskað var eftir 71.784 lítrum. Greiðslumark sem boðið var til kaups var 1.891.961 lítri. Framboð nú var 182,9 prósent miðað við síðasta markað en eftirspurnin einungis 6,7 prósent af því sem óskað var eftir í síðasta mánuði.