Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ljósleiðaravætt í Mýrdalnum
Fréttir 7. maí 2015

Ljósleiðaravætt í Mýrdalnum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Íbúar í Mýrdal voru ekkert að bíða eftir að ríkið hefði frumkvæði að lagningu ljósleiðara um svæðið.  Ljóst var samt að eitthvað þyrfti að gera þar sem  lélegt netsamband var farið að há rekstri ferðaþjónustu á svæðinu.

Réðust íbúar því sjálfir í verkefnið og var félagið Líf í Mýrdal stofnað í mars 2014 af 17 aðilum til að standa að lagningu og rekstri ljósleiðarakerfis í Mýrdal. Söfnuðust 26 milljónir í hlutafé. Frumkvöðlar að framkvæmdinni voru þau Steinþór Vigfússon og Margrét Harðardóttir á Hótel Dyrhólaey. Nú ári síðar er verkefninu lokið og var haldið upp á það um síðustu helgi. Alls hafa 75 aðilar tengst kerfinu og heildarkostnaður við framkvæmdina var 66 milljónir kr.

Ólafur Þ. Gunnarsson, bóndi á Giljum og formaður Lífs í Mýrdal,  segir að framkvæmdin sé sérstök á landsvísu. Einkum vegna þess hve hlutur íbúanna  er stór í heildarkostnaði við framkvæmdina.

Góð samstaða um framkvæmdina

„Mikil ánægja og samstaða er meðal heimamanna með framkvæmdina. Án þessarar samstöðu hefði þetta ekki verið mögulegt,“ sagði Ólafur í samtali við Bændablaðið. Sagði hann jafnframt ljóst að góð netvæðing væri orðin forsenda byggðar ekki síður í dreifbýli en þéttbýli. Sem dæmi nefndi hann fjölskyldu sem strax hafi sýnt áhuga á að vera áfram í sveitinni eftir að ákveðið var að ráðast í lagningu ljósleiðarans. Að öðrum kosti hefði hún farið.

Snör handtök

Framkvæmdir hófust 6. apríl 2014 og í októberbyrjun voru fyrstu tengingar teknar í notkun.

Ljósleiðari félagsins nær frá Sólheimajökli í vestri að Höfðabrekku í austri, alls um 100 km langt net. Langflestir bæir og nokkrir sumarbústaðir hafa tengst kerfinu. Neyðarlínan tengdi einnig mastur í Sólheimaheiði. Þá voru nokkur fyrirtæki í Vík tengd auk grunnskóla og heilsugæslu. Samningur var gerður við Vodafone um að tengja kerfið landsleiðaranum og þjónusta kerfið.

Heflun ehf. sá um að plægja niður ljósleiðararörin og nokkrir verktakar innan sveitar og utan sáu um aðra jarðvinnu. SH leiðarinn í Hveragerði sá um blástur og tengingar. Ljósleiðari og rör voru keypt hjá S. Guðjónssyni. Ingólfur Bruun var eftirlitsmaður með framkvæmdinni og einn af hönnuðum kerfisins.

Áætlanir eru nú uppi um að ríkið ljósleiðaravæði nær allt landið. Ólafur sagðist ekkert vita um hvort íbúar í Mýrdal muni njóta þess í endurgreiðslum, en vissulega væri visst misrétti í því ef svo yrði ekki. 

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...