Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sigurður Ævarsson mótsstjóri lofar úrvalsveðri og frábærum hestakosti á Landsmóti á Gaddstaðaflötum annað kvöld.
Sigurður Ævarsson mótsstjóri lofar úrvalsveðri og frábærum hestakosti á Landsmóti á Gaddstaðaflötum annað kvöld.
Mynd / HKr.
Fréttir 3. júlí 2014

Lofar blíðskaparveðri og veislu aldarinnar klukkan hálftíu á laugardagskvöldið

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Landsmót hestamanna var formlega sett á Gaddstaðaflötum við Hellu í gærkvöldi. Sigurður Ævarsson mótsstjóri segir mótssvæðið vel til þess fallið að taka við svo umfangsmiklu móti sem stendur nú í átta daga, eða degi lengur en verið hefur. „Það verður blíðuveður hér klukkan hálftíu á laugardagskvöldið. Þá verður veisla aldarinnar og mikið fjör með fjölda hesta og að lágmarki um tíu til tólf þúsund manns í brekkunum.“

Telur ekki þörf á að stytta mótið sem nú stendur í átta daga

Nokkur umræða hefur verið um hvort umfang Landsmótsins sé ekki að verða of mikið og kostnaðarsamt og vangaveltur um hvort ekki þurfi að breyta forminu og stytta mótstímann niður í fjóra daga eða svo. Ljóst er að mikill tími fer í hrossadóma sem sumir vilja meina að eigi að klárast á félagsmótum í héraði. Um þetta eru þó mjög skiptar skoðanir.

„Mér finnst ekki rétt að stytta þetta. Sjö dagar er bara fín veisla og reyndar átta dagar núna af því að það bættust við kynbótahross,“ segir Sigurður.

„Það hefur margoft komið til tals að stytta mótshaldið en það eru ekki mörg mót síðan við bættum við einum degi og nú erum við búin að bæta við enn einum degi frá því sem var síðast. Þetta er í stanslausri þróun og það er ekkert mót alveg eins og mótið á undan. Samt er ekkert heilagt í þessu í sjálfum sér og fullkomlega eðlilegt að ræða þessa hluti.

Á þessu eru þó tvær hliðar. Það væri hægt að fækka hrossum og stytta þetta, en á móti kemur að það er gríðarleg veisla að vera hér með upp undir þúsund hross. Hér er öll flóran í hestamennsku og mjög þroskandi fyrir þá sem eru að byrja nýir í greininni. Þeir eru að keppa við þessa stóru og reyndari, sem er mjög gaman. Þá er þetta bara haldið á tveggja ára fresti og fyrstu dagar mótsins eru úrvinnsludagar. Frá fimmtudeginum er þetta bara hörð keppni bestu hesta í heimi. Fólk getur svo bara skammtað sér þann tíma sem það vill vera hérna.

Hér er mikið af úrvalshrossum sem koma með toppeinkunnir inn á mótið. Það eru hestar heimsmet í kynbótahrossum og A-flokkurinn er með mikinn fjölda úrvalshesta. Úrvalið er því gríðarlegt.“

Fyrst og fremst nýliðunarhvetjandi

– Skiptir þetta mót þá ekki talsverðu máli upp á sölu á hrossum?
„Auðvitað skiptir það máli, en það stendur þó hvorki né fellur með því hvort einhver selji hesta á hærra eða lægra verði. Þetta er fyrst og fremst hestamannasamkoma. Engin einn viðburður er eins sterkur í að hvetja nýliða til þátttöku og þetta mót. Þó ekki séu allir í hæsta flokki í einkunnum, þá fá menn þarna viðmið og þetta er mjög nýliðunarhvetjandi. Ekki má heldur gleyma því að þetta mót er mikil innspýting fyrir sveitarfélagið og samfélagið allt, en hér er sett upp tíu til tólf þúsund manna þorp sem starfrækt er í rúma viku.“

Sigurður segir að mótsvæðið á Hellu sé mjög gott á margan hátt þó öll mótsvæði á landinu hafi hvert sinn sjarma. „Hér er hægt að fylgjast með öllu með stuttum fyrrvara þar sem mjög stutt er á milli valla.“
Sigurður segir að Landsmótið sé klárlega alþjóðlegur viðburður og af þeim ástæðum sé ekkert að því að það standi í sjö eða átta daga. Þá sé líka allt tekið upp og sent út á netið í beinni útsendingu af tveim völlum framan af mótinu og af einum velli í restina. Óvenju mikið sé nú um að útlendingar séu að streyma sjónvarpsefni af mótinu sem hljóti að vera til góðs.

Nauðsynlegt að allir standi saman

Í gegnum tíðina hafa iðulega komið fréttir af ágreiningi um hvar eigi að halda næstu mót. Þar hafa jafnvel komið upp hugmyndir um að binda mótshaldið við tvo til þrjá staði og aðrar um að halda fleiri stöðum inni í myndinni. Sigurður segir það mjög jákvætt að slegist sé um að fá að halda mótið og það sýni best stöðu þessa viðburðar. Sárindi sem verði oft til upp úr slíkum slag séu þó ekki góð. Segir hann því nauðsynlegt að allir beri gæfu til að standa saman eftir að ákvörðun er tekin um næsta mótsstað.

5 myndir:

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...