Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Lömb sett út um leið og hægt er
Fréttir 6. júní 2014

Lömb sett út um leið og hægt er

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það er fín frjósemi hjá fénu í ár og það lofar góðu,“ segir Bergvin Jóhannsson bóndi á Áshóli í Grýtubakkahreppi, en sauðburður gekk  vel.

„Það er mikill munur að geta sett ærnar og lömbin út jafnóðum,“ segir Bergvin, en góður hópur gerði sér að góðu nýsprottið grasið í túni norðan við Áshól þegar Bændablaðið átti leið hjá á dögunum. Bergvin segist setja lömbin út þetta þriggja daga gömul og það létti mjög á þegar hægt er að koma ungviðinu út húsi.  Um 430 kindur eru á Áshóli.

Mætti vera hlýrra

Þar er einnig umfangsmikil kartöflurækt og segir Bergvin að hann sé um það bil hálfnaður að setja niður.  Landið sé að mestu tilbúið, en það mætti gjarnan vera hlýrra.

„Það hefur sem betur fer ekki komið neitt hret í maí, en verið fremur kalt flesta daga og það er ekki sérlega hagstætt fyrir okkur kartöflubændur. Það gerist lítið í jörðinni þegar veðurfarið er með þeim hætti,“ segir Bergvin.

4 myndir:

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...