Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lóga þarf gripum með verndandi arfgerðir ef riða kemur upp
Mynd / Eyþór
Fréttir 20. október 2022

Lóga þarf gripum með verndandi arfgerðir ef riða kemur upp

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðuneytið hefur samþykkt beiðni Matvæla­stofnunar um heimild til að nýta sér undanþágu í lögum um dýrasjúkdóma og gefa út leyfi fyrir sölu á líflömbum og kynbótagripum með mögulegar verndandi arfgerðir gegn riðusmiti yfir sauðfjárveikivarnarlínur. Reglum um viðbrögð við riðu hefur hins vegar ekki verið breytt, þannig að ef upp kemur riða í hjörðum þarf að skera alla gripina niður – hvort heldur þeir eru með mögulega verndandi arfgerðir eða ekki.

Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir var fyrir rúmum tveimur árum fengin til að ráðast í endurskoðun á reglum sem varða viðbrögð við riðuveiki, fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, eftir stórtækan niðurskurð í kjölfar nokkurra riðutilfella. Hún skilaði sínum tillögum að nýjum reglum í desember 2021, sem fóru síðan í lokað umsagnarferli. Hjá matvælaráðuneytinu er nú unnið að því að móta nýjar reglur eftir yfirferð á umsögnum.

Umfangsmikil vinna við breytingar á lögum

Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn um stöðu mála, kemur fram að tillögur yfirdýralæknis hafi falið í sér umtalsverðar breytingar á því regluverki sem snýr að riðuvörnum. „Við skoðun kom í ljós að þær breytingar taka einnig til ýmissa þátta sem varða skipulag almenns dýraheilbrigðis. Í ljósi þessa hefur sú ákvörðun verið tekin að fara í tímabæra heildarendurskoðun á þeim lagabálkum sem snúa að dýraheilbrigði. Sú vinna er umfangsmikil, og liggur því ekki ljóst fyrir á þessari stundu hvenær henni lýkur“, segir í svarinu úr ráðuneytinu.

Á meðan unnið er að nýju regluverki í ráðuneytinu dreifast hinir verðmætu gripir með verndandi arfgerðir um landið – einkum þó á þau svæði þar sem mestar líkur eru að upp komi riðusmit. Það eru forgangssvæði, samkvæmt skilgreiningu Matvælastofnunar, varðandi kaup á þessum gripum. Vitað er um 128 gripi með annaðhvort ARR- eða T137-arfgerð.

Í öðrum Evrópulöndum er leitast við að vernda gripi með verndandi arfgerðir. Víða hafa gilt þær reglur að þegar upp kemur riða eru arfgerðir gripanna í hjörðinni strax yfirfarnar, til að meta líkur á smiti. Algengt er að kindum með ARR-arfgerð sé hlíft en aðrar aflífaðar.

– Sjá nánar í fréttaskýringu á blaðsíðum 42-43. í nýjasta tölublaði Bændablaðsins sem kom út í dag

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...