Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Lykiltölur sem lýsa sjálfbærri þróun
Fréttir 10. júlí 2014

Lykiltölur sem lýsa sjálfbærri þróun

Höfundur: Erna Bjarnadóttir

Í fyrsta skipti hefur Alþjóða­bankinn nú lagt talnalegt mat á hvernig þjóðum heims gengur að takast á við að reka hagkerfi sín í samræmi við sjálfbæra þróun, þannig að ekki sé gengið á auðlegð þjóðarinnar. Auðlegð er hér skilgreind nánar sem fjármunalegar eignir, m.a. tekið tillit til fjárfestingar í menntun landsmanna, afskrifað til samræmis við nýtingu eyðanlegra náttúruauðæva tekið tillit til mannfjöldaþróunar og sparnaðar. Niðurstöðurnar ásamt þessum bakgrunnsupplýsingum voru birtar á alþjóðlega umhverfisdaginn, 5. júní sl., í „The little green data book 2014“ eða „Litlu grænu gagnabókinni“.

Með því að greina breytingu á auðlegð þjóðar þannig mældri reynir Alþjóðabankinn að leggja tölfræðilegt mat á félagslega og vistfræðilega sjálfbærni. Hefðbundinn mælikvarði á þjóðarframleiðslu mælir aðeins tekjur en nær ekki að leggja mat á hvernig fjármagnið sem liggur þar grundvallar, þróast. Alls eru 136 lönd í heiminum metin með þessum hætti. Flest lönd koma út með jákvæða þróun að þessu leyti fyrir árið 2010. Þó eru 45% landanna sem sýna neikvæða stöðu og er Ísland þar á meðal. Þessi lönd sýna sig að vera með hagvöxt en byggja hann á að ganga á möguleika sína án þess að byggja samhliða upp nýja. Haldi slík þróun áfram metur Alþjóðabankinn stöðuna svo að hagvöxtur muni minnka og verða á endanum neikvæður. Ástandið er verst í fátækari hlutum heimsins, með Afríku sunnan Sahara á botninum þar sem 88% landanna eru með neikvæðar breytingar á auðlegð. Best er ástandið hins vegar í Suður-Asíu, þar sem þannig er komið fyrir aðeins 17% landanna. Þessu samhengi má á sama hátt lýsa þannig að lönd með lágar tekjur á íbúa koma illa út en þau ríkustu best.


Ísland kemur neikvætt út í þessari úttekt, auðlegð á íbúa er talin hafa minnkað um $ 1.366 á árinu. Til samanburðar jókst auðlegð á íbúa í örðum löndum með háar tekjur á íbúa um $ 2.210. Fleiri athyglisverðar samanburðartölur er einnig að finna fyrir Ísland. Framleiðni á starfsmann í landbúnaði mæld sem verðmæti á starfsmann var hátt í þrefalt meiri en öðrum löndum með háar þjóðartekjur á íbúa. Orkunotkun á íbúa er að sama skapi rösklega þrefalt meiri. CO2-losun er hins vegar rösklega helmingur af meðallosun á íbúa í samanburðarlöndunum, 6,2 tonn á móti 11,6. Sértök úttekt er á líffræðilegum fjölbreytileika. Þar kemur fram að sex búfjárkyn og ein fuglategund væru í útrýmingarhættu. Þá má að lokum nefna að hlutfall íbúa sem búa í þéttbýli hér á landi er vel yfir meðaltali annarra landa með sambærilegar þjóðartekjur á íbúa, 93,8% landsmanna búa í þéttbýli samanborið við að 80,2% íbúa í öðrum löndum með háar meðaltekjur.

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...