Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Matarmarkaður Búrsins á laugardag og sunnudag
Fréttir 25. febrúar 2014

Matarmarkaður Búrsins á laugardag og sunnudag

Stærsti matarmarkaður landsins verður í Hörpu næstkomandi laugardag og sunnudag. Um er að ræða Matarmarkað Búrsins sem opinn verður frá 11 til 17 báða dagana.

Matarmarkaðir Búrsins hafa notið stigvaxandi vinsælda og er skemmst að minnast jólamarkaðarins sem einnig var haldinn í Hörpu, en hann sóttu um 16 þúsund manns.

Meðal þess sem verður á boðstólum til að gleðja munn og maga er mjólk, grafið ærfille, nauta-, lamba- og hrossakjöt, vistvænt kjöt af hamingjusömum svínum , brjóstsykur, bollur, allskonar te úr íslenskri náttúru, sölt af öllum gerðum og litum, sultur, brauð, pestó, grænmetispylsur, kaffi, hummus, reyktur laukur, hrökkkex, súkkulaði, repjuolía, reyktur makríll, heitreykt hrogn, pylsur, salami, humarsúpa og soð, kartöflukonfekt og ýmiskonar ljúffeng saft verður boðið til smakks og kaups svo eitthvað sé nefnt.

Mikið var um dýrðir í desember eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni:

Jólamarkarkaður Búrsins í Hörpu 2013

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...