Matarmarkaður Búrsins á laugardag og sunnudag
Stærsti matarmarkaður landsins verður í Hörpu næstkomandi laugardag og sunnudag. Um er að ræða Matarmarkað Búrsins sem opinn verður frá 11 til 17 báða dagana.
Matarmarkaðir Búrsins hafa notið stigvaxandi vinsælda og er skemmst að minnast jólamarkaðarins sem einnig var haldinn í Hörpu, en hann sóttu um 16 þúsund manns.
Meðal þess sem verður á boðstólum til að gleðja munn og maga er mjólk, grafið ærfille, nauta-, lamba- og hrossakjöt, vistvænt kjöt af hamingjusömum svínum , brjóstsykur, bollur, allskonar te úr íslenskri náttúru, sölt af öllum gerðum og litum, sultur, brauð, pestó, grænmetispylsur, kaffi, hummus, reyktur laukur, hrökkkex, súkkulaði, repjuolía, reyktur makríll, heitreykt hrogn, pylsur, salami, humarsúpa og soð, kartöflukonfekt og ýmiskonar ljúffeng saft verður boðið til smakks og kaups svo eitthvað sé nefnt.
Mikið var um dýrðir í desember eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni: