Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Matarverð á Norðurlöndum er lægst á Íslandi
Fréttir 3. júlí 2014

Matarverð á Norðurlöndum er lægst á Íslandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Samkvæmt nýrri samanburðar-könnun Eurostat á verð á neysluvörum innan Evrópu­landa er Ísland enn með lægsta neysluverð af öllum Norðurlöndunum eins og í síðustu könnunum stofnunarinnar. Það á bæði við hvað varðar meðaltal allra neysluvara og þjónustu og eins neysluvara fyrir utan áfengi.

Í könnuninni, sem gerð var fyrir síðasta ár og birt var 19. júní, kemur fram að mikill munur er á verðlagi á milli ríkja innan Evrópusambandsins. Þá eru sex ESB-þjóðir með hærra neysluverð en Ísland, en sex ESB-þjóðir til viðbótar eru með svipað verð og þekkist á Ísland og tvær Evrópuþjóðir utan ESB eru með umtalsvert hærra verð. Þá er verið að tala um margvíslegar vörur og ýmsa þjónustu, en á þeim lista voru tekin fyrir 2.400 þættir í vöru og þjónustu. Þar eru matvörur, fatnaður, raftæki af öllum toga, m.a. myndavélar, bílar, mótorhjól, varahlutir, viðgerðarþjónusta á farartækjum, eldsneyti, áfengi sem og verðlag á veitingastöðum og hótelum. Í þessari könnun var þó ekki tekið inn í dæmið verðlag á opinberri þjónustu eins og á skólakostnaði og heilbrigðisþjónustu. Er þetta gert í samstarfi Eurostat og OECD. Þar er Ísland með 12 prósentustigum hærra verð en meðaltal 28 ESB-þjóða, sem er með vísitöluna 100.

Danmörk með hæsta verðlag ESB-þjóða

Langhæst er verðlagið í ESB-löndunum í Danmörku eða 140% sem er 40 prósentustigum fyrir ofan meðaltal. Þá kemur Svíþjóð með 130%, Finnland með 123%, Lúxemborg er líka með 123%, Írland með 118% og Bretland er með 114%. Í kjölfarið kemur svo Holland með 110%, Frakkland með 109%, Belgía með 109%, Austurríki með 107%, Ítalía með 103% og Þýskaland með 102%. Spánn er þarna rétt neðan við meðaltalið eða með 95%. Í þessum löndum er yfirgnæfandi fjöldi íbúa Evrópusambandsins.

Lægsta verðlagið er í Austur- Evrópu

Þau lönd sem draga hlutfallslega meðaltalið niður í tölum Eurostat eru öll í Austur- og Suður- Evrópu og vega í raun mun minna í heildarneyslunni. Þar sker Búlgaría sig úr með vísitöluna 48%, eða 52 prósentustigum fyrir neðan meðaltal 28 ESB-ríkja. Síðan kemur Rúmenía með 57%, Ungverjaland með 60% og Slóvenía, Lettland og Tékkland eru með 71% hver þjóð.

Hæsta verðlagið er í Sviss og í Noregi

Hæsta verðlagið í Evrópu samkvæmt könnun Eurostat er að finna í velmegunarlöndunum Sviss og Noregi. Í Sviss er það 156% miðað við meðaltal ESB og í Noregi er það 155%. Í báðum þessum löndum hefur verið töluverð þensla. Reyndar hefur þenslan verið svo mikil í Noregi að þar eru menn farnir að hafa talsverðar áhyggjur af alvarlegu bakslagi.

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...