Mega banna ræktun erfðabreyttra matvæla
Þingmenn Evrópusambandsins samþykktu í atkvæmagreiðslu fyrir skömmu að einstökum aðildarlöndum sé heimilt að banna ræktum á erfðabreyttum matvælum hvað tegundar sem er þrátt fyrir að ræktun þeirra sé leyfð innan sambandsins í heild.
Samkvæmt reglum Evrópusambandsins má rækta erfðabreytt matvæli í löndum sambandsins svo lengi sem þau hafi verið samþykkt af Evrópsku Matvælastofnuninni (European Food and Safety Authority).
Í raun er það þó þannig að mörg lönd hafa viljað hafa meira að segja um hvað má rækta innan sinna landamæra og með samþykktinni hefur það fengist fram.
Talsmenn ræktunar erfðabreyttra matvæla segja gríðarlega möguleika liggja í erfðatækni og að banna ræktun erfðabreyttra matvæla geti haft slæmar afleiðingar á atvinnu-, efnahag-, og fæðuframboð þjóða.