Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Mest flutt inn af síðum, en heilir og hálfir skrokkar fluttir út
Mynd / Tjörvi Bjarnason
Fréttir 10. október 2014

Mest flutt inn af síðum, en heilir og hálfir skrokkar fluttir út

Höfundur: Vilmundur Hansen

Það sem af er þessu ári er búið að flytja inn hátt í 300 tonn af svínakjöti en á sama tíma eru íslenskir svínakjötsframleiðendur að leita að markaði erlendis fyrir innlent kjöt.

Megnið af innflutta kjötinu kemur frá Spáni og öðrum löndum Evrópusambandsins en íslenskir svínakjötsframleiðendur mega ekki flytja kjöt inn í lönd innan ESB.

Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir að vegna þess að íslenskir svínakjötsframleiðendur megi ekki flytja kjöt inn á Evrópusambandið hafi þeir ekki um annað að velja en að leita markaða annars staðar og líklegt að útflutningur til Rússlands hefjist fljótlega.

Verð lækkar á haustin

„Staðan er gjarnan þannig á haustin, þegar fer að draga úr mesta ferðamannastraumnum, þá standa margir birgjar, sem hafa flutt inn svínakjöt, frammi fyrir því að vera með birgðir. Til að losna við birgðirnar lækka þeir verð og um leið skapast hætta á því að verð á innlendri framleiðslu falli niður fyrir kostnaðarverð. Reynslan sýnir að verðmyndun í kjölfarið ræðst þá ekki nema að óverulegu leyti af framboði og eftirspurn. Þannig getur misræmi í starfsumhverfinu haft mjög neikvæð áhrif á afkomu búgreinarinnar. Eðlilegast væri að svínabændur hefðu heimild til útflutnings til ESB og á sömu kjörum og eru á því svínakjöti sem heimilt er að að flytja til landsins samkvæmt tollkvótum, eða um 200 tonn á ári samkvæmt reglugerð,“ segir Hörður.

Innflutningur afurðaflokka er mismunandi og allt eftir því í hvers konar vinnslu kjötið á að fara. Hörður segir að búið sé að flytja inn hátt í 300 tonn af svínakjöti það sem af er þessu ári. „Langmest er flutt inn af síðum og beikon unnið úr þeim. Innlendir aðilar eru aftur á móti að framleiða talsvert af beikoni úr öðrum skrokkhlutum eins og til dæmis hryggnum sem gefur af sér afbragðsvöru.“

Rík hefð fyrir svínakjötsneyslu í Rússlandi

Hvað útflutninginn varðar þá fékk ég fyrir skömmu hringingu frá aðila í Moskvu sem hefur áhuga á að kaupa talsvert magn af hálfum skrokkum í ákveðinn tíma sem helgast af ástandinu á markaði þar um þessar mundir.

Í Rússlandi og löndum Austur-Evrópu er rík hefð fyrir neyslu svínakjöts og þar nýta þeir alla hluta dýrsins hvort sem það er kjöt eða innmatur. Ég á því von á að ef útflutningur hefjist þangað þá verði það mest á heilum og hálfum skrokkum en ekki ákveðnir hlutar skrokksins. 

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...