Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Mikið kal er í túnum á Jökuldal.
Mikið kal er í túnum á Jökuldal.
Fréttir 9. júlí 2014

Mikið kal á Jökuldal

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Mikið kal er í túnum á Jökuldal og er það sums staðar allt upp í 60 prósent. Bændur þar hafa þurft að endurrækta tugi hektara túna vegna þess.

Búnaðarsamband Austurlands samdi við Þórarin Lárusson ráðunaut um að meta kaltjónið. „Ég tók út tjón á þremur bæjum og það hafa myndast þar einhverjar þær veðurfarsaðstæður sem gerðu að verkum að það hefur safnast svell á flest túnin. Þau eru illa kalin, frá 50 og upp í 60 prósenta kal. Þetta er afgerandi á þessum þremur bæjum en það er kal víðar en þar. Þetta eru bæirnir Merki, Hákonarstaðir og Klaustursel, þar er einna mest kal.“

Túnin sem um ræðir eru flest í um 250 metra hæð yfir sjávarmáli og má segja að þar hafi myndast einhvers konar kalpottur. Bændur hafa þegar endurræktað talsverðan hluta þeirra túna sem kól. Á Klausturseli er til að mynda þegar búið að endurrækta 20 hektara túna sem kól. „Á 600 kinda búi er það ansi mikið,“ segir Aðalsteinn Jónsson, bóndi í Klausturseli. Tíð hefur verið með eindæmum góð á Austurlandi í vor og það sem af er sumri. Mun það hjálpa til við uppskeru en ljóst er að mikill kostnaður hefur hlotist af kalskemmdunum.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...