Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Mikið um skordýraskemmdir á trjágróðri
Fréttir 9. júlí 2014

Mikið um skordýraskemmdir á trjágróðri

Víða um land ber töluvert á skordýraskemmdum á trjágróðri, til dæmis eftir birkikembu sem hefur herjað á höfuðborgarsvæðinu og sums staðar á Suðurlandi. Að undanförnu hafa komið í ljós miklar skordýraskemmdir á alaskavíðibeltum við Gunnarsholt. Skjólbelti sem nær frá þjóðveginum upp að Gunnarsholti er lauflítið og víða nær lauflaust. Þetta kemur fram á vef Landgræðslunnar.

Sömu sögu er að segja víðar, til dæmi á Reyðarvatni skammt austan við Gunnarsholt. Alls er þarna um að ræða allnokkra tugi kílómetra af skjólbeltum. Alaskavíðirinn er ein röð af þremur tegundum, en það sér mun minna á alaskaösp og viðju í hinum röðunum. Orsakavaldurinn er lirfa haustfeta.
Lirfa haustfetans á ferðinni
fyrri hluta sumars

Athuganir á skemmdu laufi hafa sýnt að þar eru nær einvörðungu haustfetalirfur en sáralítið hefur fundist af öðrum tegundum sem sækja í víði, til dæmis víðifeta. Lirfa haustfetans er á ferli fyrri hluta sumars og nú eru lirfurnar nær fullvaxta og eru að fara að púpa sig. Fiðrildin skríða svo úr púpu að haustinu og verpa.

Þessi sömu skjólbelti skemmdust einnig mikið í fyrra og þá fundust einnig haustfetalirfur í laufi. Sá víðir sem skemmdist mest í fyrra laufgaðist illa í vor og sumar plöntur alls ekki. Hætta er á að plöntur sem verða fyrir svona faraldri ár eftir ár kali illa og jafnvel drepist.

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...