Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Magn mengandi efna á Heiðarfjalli í Langanesbyggð er það mikið að fólki er ráðlagt að eyða ekki löngum tíma á svæðinu.
Magn mengandi efna á Heiðarfjalli í Langanesbyggð er það mikið að fólki er ráðlagt að eyða ekki löngum tíma á svæðinu.
Mynd / Bergþóra Njála
Fréttir 28. febrúar 2022

Mikil mengun í jarðvegi á Heiðarfjalli í Langanesbyggð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknir á Heiðarfjalli í Langanesbyggð benda til þess að svæðið sé mjög mengað eftir að bandaríska herliðið rak ratsjár- og fjarskiptastöð á fjallinu á árunum 1954 til 1970.

Á heimasíðu Umhverfisstofnunar segir að í rannsókn á svæðinu hafi mælst mikill styrkur PCB efna. Styrkur mengunarinnar bendir til að hvorki sé æskilegt fyrir fólk né dýr að dvelja á svæðinu nema í stutta stund og forðast beri að neyta gróðurs og yfirborðsvatns.

Rannsóknin var framkvæmd af The Royal Military College of Canada árið 2017.

Blý, sink, úran, kvikasilfur og olíuefni

Einnig fundust önnur mengandi efni á svæðinu í styrkleika sem getur haft áhrif á menn, dýr og náttúru. Meðal þessara efna eru blý, sink, úran, kvikasilfur og olíuefni.

PCB eru þrávirk efni sem safnast upp í fituvefjum og geta haft ýmiss konar skaðleg áhrif á heilsu og umhverfi. Sum PCB efni eru þekktir krabbameinsvaldar. Meðal annarra þekktra áhrifa þess að vera útsettur fyrir efnunum til lengri tíma eru skaðleg áhrif á æxlun, þroska og mótstöðuafl gegn sjúkdómum.

Aðgerðir í undirbúningi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur falið Umhverfisstofnun að hafa umsjón með undirbúningi að frekari rannsóknum á svæðinu ásamt því að upplýsa um hættuna sem er fyrir hendi.

Stofnunin vinnur að undirbúningi málsins í samstarfi við landeigendur, rannsóknaraðila, viðeigandi stofnanir og ráðuneyti og með tilliti til styrks mengunar á svæðinu hefur Umhverfisstofnun látið reisa skilti þar sem fólk er beðið að gæta fyllstu varúðar við ferðir um svæðið.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...