Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Mikilvægi gagnagrunns til forvarna
Á faglegum nótum 11. nóvember 2015

Mikilvægi gagnagrunns til forvarna

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Bandaríski vefmiðillinn Star Tribune (www.startribune.com) birti nýlega samantekt um slys og dauðsföll í bandarískum landbúnaði frá 2003–2013 í samanburði við árin frá 1992 til 2002.
 
Gögnin sem Star Tribune vann eftir eru tekin úr samantekt og tölfræði úr gagnagrunni frá American Journal of Industrial Medicine sem heldur utan um öll slys í landbúnaði og annast rannsóknir á vinnuslysum í USA. Þar eru að jafnaði rúm 400 dauðsföll við landbúnaðarstörf ár hvert sem setur vinnu við landbúnað í eitt af hættulegustu störfum í Bandaríkjunum.
 
Háar tölur og mörg býli í Bandaríkjunum
 
Alls eru skráð 2.109.303 bændabýli í 47 ríkjum Bandaríkjanna. Á þessum býlum vinna 8.415.038 manns. Samkvæmt tölum frá American Journal of Industrial Medicine voru banaslys við landbúnað í ríkjunum öllum á tímabilinu 1992–2002 alls 5.754, en fækkaði um 15% á árunum 2003–2013 niður í 4.863 og er viðmiðunarstuðull um vinnandi starfsmenn í amerískum landbúnaði að 58 af hverjum 100.000 látast árlega við landbúnaðarstörf. 
 
Washington sker sig úr með fækkun slysa síðustu 10 ár
 
Árið 1970 sameinuðust 22 ríki í Bandaríkjunum um að setja reglugerð um vinnuvernd og reglugerð um vinnustaði þar sem öll býli eiga að fara eftir reglugerðinni þar sem fleiri en 11 starfa á ársgrundvelli. Mikill misbrestur er á að farið sé eftir reglugerðinni, en af þeim ríkjum í USA sem hafa náð bestum árangri eru 3 ríki sem skara fram úr í árangri, en í Washington, Kaliforníu og Oregon er reglan sú að öll býli eiga að fara eftir reglum, sama hve margir vinna þar. Langfremst er Washington, en þar eru 37.279 býli sem 413.813 starfa á. Á árunum 1992–2002 létust þar 98 manns við landbúnaðarstörf, en á árunum 2003–2013 fór talan niður í 63 sem gerir fækkun slysa í prósentum talið 36% (af hverjum 100.000 starfandi látast 15). Í Washington eru ráðgjafar sem heimsækja bændur reglulega, gera úrbætur og veita ráðgjöf um það sem betur má fara. Alls eru um 300 býli heimsótt árlega af ráðgjöfum í  Washington til að fara yfir býlin með ábúendum.
 
Hættulegast að stunda landbúnaðarstörf í Minnesota 
 
Í Minnesota er mikill landbúnaður stundaður á frekar smáum býlum á amerískan mælikvarða. Þar eru skráð býli 74.542 sem útvega 252.953 manns vinnu. Á árunum 1992–2002 voru 159 banaslys við landbúnað þar, en á árunum 2003–2013 fjölgaði banaslysum upp í 210 sem var aukning upp á 32%. Dánartíðnistuðullinn í Minnesota er að af 100.000 vinnandi þá látast 83 sem er frekar hátt, en til samanburðar við Washington þá heimsóttu ráðgjafar ekki nema 10 býli síðustu 5 ár í Minnesota miðað við að árlega eru um 300 býli heimsótt árlega af ráðgjöfum í Washington.
 
Þakka góðum gagnagrunni góðan árangur
 
Í viðtali við Hugo Valdovines, sem starfar sem ráðgjafi í  Washington, þá þakkar hann gagnagrunninum fyrst og fremst árangurinn í Washington og skylduskráningu slysa sem gagnast vel í forvarnarvinnunni í Washington. Anne Soiza, framkvæmdastjóri bandaríska vinnueftirlitsins, tekur í sama streng og þakkar eftirfylgni og góðum vinnubrögðum í  Washington þar sem góð sátt er um reglugerðina og heimsóknir á býli er að skila góðum árangri í fækkun slysa.
Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...