Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Mikilvægi koppafeitissprautunar er vanmetið
Fréttir 22. júlí 2014

Mikilvægi koppafeitissprautunar er vanmetið

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Í síðasta Bændablaði var skyldu­lesning um bruna í heybindivélum sem rituð var af forvarnardeild VÍS. Það sem vantaði í þá grein var mikilvægi koppafeitissprautunar, en ef tæki eru í notkun svo sólarhringum skiptir þarf að smyrja í koppa (sem dæmi er það algeng vinnuregla að á beltagröfu er smurt í alla koppa í byrjun hvers dags og á jarðýtum hafa margir það fyrir reglu að smyrja í alla koppa eftir einn dísilolíutank).

Flest tæki sem notuð eru við heyskap þurfa nauðsynlega viðhaldi sem felst aðallega í að smyrja í koppa og ef koppurinn er stíflaður þarf að skipta honum út (yfirleitt auðvelt og lítil vinna að skipta um smurkoppa, en borgar sig fljótt).

Verum sjáanleg á almennum umferðargötum

Nú eru margir á fullu í heyskap og víða má sjá heyrúllur á nýslegnum túnum sem bíða flutnings á þann stað þar sem þær eru geymdar fram á vetur. Mjög misjafnt er milli býla hversu langa vegalengd þarf að flytja rúllurnar, en fyrir þá sem þurfa að fara mikið eftir þjóðvegum er vert að huga að því að vera vel sjáanlegur á veginum í tíma. Að hafa afturljósabúnað í lagi á vagninum og endilega nota gula blikkvinnuljósið ofan á dráttarvélinni ef það er til staðar. Og ef menn eiga ekki gulblikkandi vinnuljós á dráttarvélina sína er hægt að fá það keypt fyrir lítinn pening.

Notum öryggisljósabúnað í almennri umferð

Fyrir skemmstu var ég á ferð í miklu ferðamannahéraði þar sem umferð er mikil og kom að dráttarvél sem var með rúlluvagn í eftirdragi greinilega á leið að sækja rúllur. Löngu áður en ég kom að honum var ég búin að sjá að þarna færi hægfara tæki þar sem uppi á húsinu var gult blikkandi vinnuljós, stuttu seinna sama dag stoppaði ég við þjónustumiðstöð og sá þar dráttarvél með 17 rúllur á vagni og eina í ámoksturstækjum. Vélinni var vel lagt og væntanlega var ökumaðurinn í kaffipásu, en þegar ég labbaði meðfram vélinni tók ég strax eftir að ljósin fyrir afturljósin voru ótengd. Þegar ökumaðurinn fór af stað kveikti hann ekki heldur á gula vinnuljósinu vegfarendum til merkis um að þarna færi hægfara ökutæki. Fyrir vegfarendur sem á eftir þessum traktor gátu ekki séð hugsanlegar stefnubreytingar vélarinnar á ótengdum aftur­ljósunum. Hjálpumst að og gerum betur, SJÁUMST.

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...