Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Milljón afbrigði geymd í frosti
Fréttir 12. mars 2020

Milljón afbrigði geymd í frosti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrir stuttu náðist sá merki áfangi að milljónasta afbrigðið af nytjaplöntu var komið fyrir í frægeymslu NorGen á Svalbarða. Háar upphæðir hafa farið til viðhalds frægeymslunnar undan­farna mánuði.

Hlýnun lofthita á jörðinni, ú­tþensla ræktarlands og borga, aukin einsleitni í ræktun og fleiri þættir gera það að verkum að sífellt fleiri ræktunarafbrigði nytjaplantna eru í ræktun. Með einsleitari ræktun eru erfðaefni nytjaplantna sem gætu átt eftir að koma að góðu að tapast. Tilgangur frægeymslunnar á Sval­barða er að geyma slík afbrigði í frosti til seinni tíma rannsókna og ræktunar.

Komið í veg fyrir leka

Talsverðar umbætur hafa verið gerðar á frægeymslunni eftir að upp kom vatnsleki í inngangi hennar eftir óvenju miklar leysingar á Svalbarða árið 2017. Viðgerðirnar, sem Norðmenn greiddu fyrir, kost­uðu hátt í 20 milljón evrur, eða tæpan 3,8 milljarða íslenskra króna. Upphaflegur kostnaður við frægeymsluna árið 2008 var 9 milljarðar evra, eða um 1,3 milljarðar íslenskra króna.

Nytjaplöntur og ættingjar þeirra

Sýni í frægeymslunni koma alls staðar að úr heiminum og hefur geymsla vaxið úr því að vera geymsla fyrir norrænar nytjajurtir í að vera alþjóðleg frægeymsla. Í dag er þar meðal annars að finna sýnishorn af nytjaplöntum frá stríðshrjáðum svæðum í Sýrlandi, frá indíánum í Norður-Ameríku, Perú og Nýja-Sjálandi

Auk þess að geyma fræ af þekktum nytjaplöntum er í geymsl­unni að finna fjölda fræja af nánum ættingjum nytjaplantna sem gætu reynst þolnir gegn ýmsum plöntusjúkdómum og öðrum óværum sem leggjast á plöntur.  

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...