Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Milljón afbrigði geymd í frosti
Fréttir 12. mars 2020

Milljón afbrigði geymd í frosti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrir stuttu náðist sá merki áfangi að milljónasta afbrigðið af nytjaplöntu var komið fyrir í frægeymslu NorGen á Svalbarða. Háar upphæðir hafa farið til viðhalds frægeymslunnar undan­farna mánuði.

Hlýnun lofthita á jörðinni, ú­tþensla ræktarlands og borga, aukin einsleitni í ræktun og fleiri þættir gera það að verkum að sífellt fleiri ræktunarafbrigði nytjaplantna eru í ræktun. Með einsleitari ræktun eru erfðaefni nytjaplantna sem gætu átt eftir að koma að góðu að tapast. Tilgangur frægeymslunnar á Sval­barða er að geyma slík afbrigði í frosti til seinni tíma rannsókna og ræktunar.

Komið í veg fyrir leka

Talsverðar umbætur hafa verið gerðar á frægeymslunni eftir að upp kom vatnsleki í inngangi hennar eftir óvenju miklar leysingar á Svalbarða árið 2017. Viðgerðirnar, sem Norðmenn greiddu fyrir, kost­uðu hátt í 20 milljón evrur, eða tæpan 3,8 milljarða íslenskra króna. Upphaflegur kostnaður við frægeymsluna árið 2008 var 9 milljarðar evra, eða um 1,3 milljarðar íslenskra króna.

Nytjaplöntur og ættingjar þeirra

Sýni í frægeymslunni koma alls staðar að úr heiminum og hefur geymsla vaxið úr því að vera geymsla fyrir norrænar nytjajurtir í að vera alþjóðleg frægeymsla. Í dag er þar meðal annars að finna sýnishorn af nytjaplöntum frá stríðshrjáðum svæðum í Sýrlandi, frá indíánum í Norður-Ameríku, Perú og Nýja-Sjálandi

Auk þess að geyma fræ af þekktum nytjaplöntum er í geymsl­unni að finna fjölda fræja af nánum ættingjum nytjaplantna sem gætu reynst þolnir gegn ýmsum plöntusjúkdómum og öðrum óværum sem leggjast á plöntur.  

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...