Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Milljónir búfjár drepast áður en þau eru send í sláturhús
Fréttir 2. desember 2014

Milljónir búfjár drepast áður en þau eru send í sláturhús

Höfundur: Vilmundur Hansen

Dýraverndunarsamtök í Bretlandi áætla að hátt í 43 milljón búfjár drepist þar á ári hverju vegna elda, flóða, sjúkdóma, vanrækslu eða verði fyrir bíl.

Engar opinberar tölur eru til um dauða búfjár sem ekki fara í sláturhús þar sem bændur eru ekki skyldugir að tilkynna dauða gripa nema þeir drepist af völdum sjúkdóma.

Tölur um sláturdýr í Bretlandi segja að tæplega 990 milljónum hafi verið slátrað árið 2013. 2,6 milljónum nautgripa, 10,3 milljónum svína, 14,5 milljón sauðfé, 17,5 milljón kalkúnum og 945 milljón hænsnum.

Samkvæmt áætlun dýraverndunarsamtakanna skiptist „ótímabær“ dauði búfjár þannig milli tegunda 250 þúsund nautgripir, 750 þúsund svín, 750 þúsund kalkúnar, 2,5 milljónir sauðfjár, 38 milljónir hænsna og 600 þúsund kanínur, endur og gæsir.

Dæmi um það sem kalla má ótímabæran dauða húsdýra er þegar 700 þúsund hænur drukknuðu á býli Linconskíri í desember á síðasta ári og 2000 brunnu inn á þegar svínabú á svipuðum slóðum brann til kaldra kola.

Eins og gefur að skilja er fjárhagstjón vegna þessa gríðarlegt auk þess sem lækka mætti matarverð væri gripanna gæt betur.
 

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...