Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Milljónir tonna af brennisteini úr Holuhraunsgosinu út í náttúruna
Fréttir 21. nóvember 2014

Milljónir tonna af brennisteini úr Holuhraunsgosinu út í náttúruna

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Jónas Elíasson, prófessor í jarðskjálftaverkfræði sem jafnframt er vatnafræðingur, sagði í fréttum Sjónvarps í síðustu viku að frá gosinu í Holuhrauni streymdu 450 kg af brennisteini eða brennisteins díoxíði, SO2, á hverri sekúndu.

Andri Stefánsson, prófessor í jarðefnafræði við Jarðvísindastofnun HÍ, segir að brennisteinsmagnið sé hugsanlega ríflega tvöfalt  meira.

Jónas Elíasson er rannsókna­prófessor við Rannsóknamiðstöð í jarðskjálftaverkfræði við Háskóla Íslands. Hann sagði í samtali við Bændablaðið og hann undraðist andvaraleysi manna um þetta mál.

„Þetta er svo gríðarlegt magn en almennt virðast menn ekki hafa gert sér grein fyrir alvöru málsins þótt gosið hafi staðið í marga mánuði. Þetta er minna gos en Skaftáreldagosið sem stóð í átta mánuði. Miðað við þann skala var ég því að vonast til að þetta gos myndi hætta um miðjan nóvember. Það hefur ekki gerst og nú virðist ekkert lát á gosinu,“ segir Jónas.

Bendir hann á að nú er gos í gangi á Havaí sem staðið hefur í 30 ár og vart þurfi að spyrja að áhrifunum ef gosið í Holuhrauni verður langvarandi.

Getum verið í vondum málum

Segir Jónas að brennisteinn upp að vissu marki í jarðvegi geri gróðrinum bara gott og á Íslandi sé þetta yfirleitt innan marka þrátt fyrir eldgos. Ef vökvunin komi hins vegar öll sem brennisteinsmengað súrt vatn, þá þurfi menn virkilega að velta fyrir sér afleiðingunum.
„Þá geta menn verið í vondum málum,“ segir Jónas.
 
Yfir  tvær milljónir tonna

Samkvæmt þessu er full ástæða til að hafa áhyggjur af málinu. Ljóst er að umhverfisáhrif á lífríki Íslands geta orðið hrikaleg af gosinu í Holuhrauni.

Ef upp koma um 450 kg af brennisteini á sekúndu, þá þýðir það  um 27.000 kg á mínútu eða 1.620.000 kg (ein milljón, sex hundruð og tuttugu þúsund kíló) á klukkustund. Þar af leiðir að úr Holuhrauni koma 38.880 tonn á sólarhring. Í dag, 20. nóvember, hefur gosið í Holuhrauni staðið í 52 daga. Það þýðir, miðað við orð Jónasar Elíassonar, að gosið hefur skilað yfir tveim milljónum tonna, eða 2.021.76 kg  af brennisteins díoxíði út í andrúmsloftið. Ef gosið stæði í heilt ár þýddi það að útstreymið yrði tæplega 14,2 milljónir tonna.

Ástæða til að hafa áhyggjur

„Ég held að ef gosið heldur áfram þá sé full ástæða fyrir landbúnaðinn að huga að því hverjar afleiðingarnar verða. Því ættu menn að fara að mæla brennistein í jarðvatni og skoða breytingar á því.“

Brennisteinssýrlingur og brennisteinssýra

Brennisteinsdíoxíð umbreytist í brennisteinssýrling þegar það blandast vatni, en það er veikari sýra en brennisteinssýra. Í rigningu skapar það samt súrt regn. Jónas segir að ljóst sé að í gosinu núna streymi líka mikið magn af ósoni sem er mjög virk lofttegund til að oxídera ýmis efni. Hlutfallið hafi þó ekki verið mælt en óson umbreyti brennisteinsdíoxíði í brennisteinstríoxíð sem sé því ákveðinn hluti gosefnanna.

Brennisteinstríoxíð verður að hreinni brennisteinssýru þegar það blandast vatni. Þegar menn tala um mengun frá iðnaði er yfirleitt reiknað með að brennisteinstríoxíð sé í kringum 4% hlutfall af brennissteinsdíoxíðinu sem mælt er. Jónas segist telja líklegt að í gosinu í Holuhrauni sé hlutfall brennisteinstríoxíðs talsvert hærra en í mengun frá iðnaði vegna áhrifa frá ósoni. Sýrustyrkleikinn sé því hærri þegar það blandast vatni.

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...