Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Minkaskinn lækka talsvert í verði
Fréttir 16. apríl 2014

Minkaskinn lækka talsvert í verði

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson
Verð á minkaskinnum lækkaði á síðasta uppboði Kopenhagen fur sem fór fram um síðustu helgi. Ljós minkaskinn gerðu allt frá því að standa í staði í verði og lækka um fimmtán prósent. Brún skinn lækkuð um á bilinu 18 til 23 prósent. Lækkunin er heldur meiri en búist var við að sögn Björns Halldórssonar formanns Sambands íslenskra loðdýrabænda. Meðalverð íslensku skinnanna var um 6.000 krónur, sem er talsvert undir framleiðslukostnaði. Reiknað hefur verið út að framleiðslukostnaður á hvert skinn sé ríflega 7.000 krónur.
 
Þetta var þriðja uppboð sölutímabilsins og á síðasta uppboði lækkaði verð einnig. Þá var verðið um framleiðslukostnaðinn að sögn Björns. „Það er alveg ljóst að það eru nokkur lönd sem geta engan veginn lifað af með þessum verðum, án þess að fá þá verulegan stuðning frá opinberum aðilum. Framleiðslukostnaður er svipaður milli landanna og þegar meðalverð á skinnum í löndum eins og Kanada er orðið 4.000 krónur og í Grikklandi 3.500 krónur, þá gengur þessi framleiðsla auðvitað ekki til lengdar.“
 
Björn segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum minkabændum sem hafi verið í rekstri um einhverja hríð. Þeir hafi fengið góð verð fyrir skinn síðustu ár og þoli tímabundna niðursveiflu. Verðið á skinnunum sé í sjálfu sér ekki slæmt en öll aðföng hafi hækkað verulega síðustu misseri, einkum verð á fóðri. Næsta uppboð fer fram í júní./fr
Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...