Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja minkaeldi þar í landi. Erik Vammen er staddur hér á landi til að kaupa um 3.000 minkalæður og nokkra högna til að flytja til Danmerkur í þeim tilgangi að endurreisa greinina.

Öllum minkum í Danmörku var lógað í kjölfar þess að Covid-19 smit fannst í eldisminkum þar seint á árinu 2020. Vammen segir að þrátt fyrir að samkvæmt lögum megi hefja minkaeldi í landinu aftur um næstu áramót sé enn margt óljóst í því sambandi. „Stjórnvöld í Danmörku hafa ekkert gert til að aðstoða okkur sem stefnum að því að hefja eldið aftur og svara ekki spurningum sem tengjast innflutningi á minkum frá Íslandi. Við vitum til dæmis ekki hvort við verðum að láta Covid- greina hvern einasta mink sem stendur til að flytja til Danmerkur eða ekki, þrátt fyrir að það hafi ekki komið upp Covid-smit í íslenskum minkum.“

Nánast allir loðdýrabændur, sem voru yfir þúsund í landinu, undirrituðu samning við ríkið þar sem þeir samþykktu að selja býlið sitt og hefja ekki minkaeldi aftur í tíu ár. Að sögn Vammen snerist raunveruleg ástæða fyrir því að öllum minkum var lógað í Danmörku aldrei um Covid eða lýðheilsu. „Ástæðan var persónuleg andstaða Mette Frederiksen forsætisráðherra á loðdýraeldi, enda tók hún nánast einhliða ákvörðum um að leggja greinina í rúst. Svo ekki sé talað um klúðrið og kostnaðinn sem fylgdi framkvæmdinni.“

Gangi áformin eftir verða fyrstu minkarnir sendir út skömmu eftir miðjan janúar næstkomandi.

Sjá nánar bls. 22–23. í Bændablaðinu sem kom út í dag

Skylt efni: minkur | minkaeldi

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...