Mjólkursala eykst enn
Sala á fituhluta mjólkur hefur aukist um 7,6 prósent síðustu 12 mánuði. Á tímabilinu frá maí 2013 til apríl 2014 var salan 124,5 milljónir lítra. Á sama tímabili var sala á próteinhluta mjólkur 118,8 milljónir lítra, en það er aukning um 2,4 prósent frá árinu áður. Þetta er framhald á gríðarlegri aukningu í sölu mjólkurafurða síðustu misseri.
Greiðslumark mjólkur fyrir árið í ár var ákveðið 125 milljónir lítra. Ef fram heldur sem horfir má gera ráð fyrir að að sala á fituhluta mjólkur verði yfir ákveðnu greiðslumarki. Gefið hefur verið út að fullt afurðastöðvaverð verði greitt fyrir alla innlagða mjólk frá bændum, til að hvetja til aukinnar framleiðslu.