Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Kjalvegur. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra skora á samgönguyfirvöld að bæta ástand Kjalvegar og ráðast í nauðsynlegar endurbætur á fjölda annarra vega og samgöngumannvirkja á svæðinu.  Mynd / HKr
Kjalvegur. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra skora á samgönguyfirvöld að bæta ástand Kjalvegar og ráðast í nauðsynlegar endurbætur á fjölda annarra vega og samgöngumannvirkja á svæðinu. Mynd / HKr
Fréttir 12. nóvember 2014

Mótmæla fálæti sem landshlutanum er sýnt varðandi nýframkvæmdir

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Samtök sveitarfélaga á Norð­ur­­landi vestra leggja ríka áherslu á að áfram verði unnið að uppbyggingu vega á Norður­landi vestra.  Mótmæla samtökin harðlega því fálæti sem landshlutanum hefur verið sýnt þegar kemur að nýframkvæmdum í Samgönguáætlun sem gildir til ársins 2022.

„Leggja verður áherslu á að hlutur Norðurlands vestra verði réttur í þeirri vinnu sem nú er að hefjast við endurskoðun Samgönguáætlunar,“ segir í ályktun sem  samþykkt var á ársþingi samtakanna fyrir skemmstu.

Fram kemur einnig að sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra hafi lagt á það áherslu að byggja upp greiðari samgöngur innansvæðis, m.a. með viðhaldi núverandi vegakerfis og stækkun atvinnu- og skólasóknarsvæða að leiðarljósi.

„Aukin umferð ferðafólks kallar víða á úrbætur á héraðsvegum af öryggissjónarmiðum og nauðsynlegt er að leggja héraðs- og tengivegi bundnu slitlagi. Þar með er ekki sagt að í öllum tilvikum þurfi að vera um að ræða tvíbreiða vegi,“ segir í ályktuninni.

Stórbæta þarf héraðs- og tengivegi

Þingið benti á nokkrar framkvæmdir sem það telur brýnt að settar verði inn á samgönguáætlun, m.a. Þverárfjallsvegur, þ.e. endurbygging Strandavegar frá Þjóðvegi 1 að Höskuldsstöðum.  Þá telur þingið afar brýnt að stórbæta viðhald héraðs- og tengivega í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum og að þeir verði lagðir bundnu slitlagi.  Ekki sé viðunandi að hagsmunir íbúa á Norðurlandi vestra verði áfram fyrir borð bornir þegar að úthlutun fjármuna til viðhalds- og nýframkvæmda á héraðs- og tengivegum kemur.
Þingið krefst þess að fjármunir til héraðs- og tengivega á starfssvæði SSNV verði stórauknir frá núgildandi Samgönguáætlun, jafnframt verði úthlutað í nýrri áætlun fjármunum til að halda megi áfram nauðsynlegri uppbyggingu og viðhaldi. Þingið leggur m.a. áherslu á Vatnsnesveg í þeim efnum, Miðfjarðarveg, Þingeyrarveg, Svínvetningabraut, Skagaveg, Skagafjarðarveg, Reykja­strandarveg, Tindastólsveg og Hegranesveg.


Vegstæði um Holtavörðuheiði verði lækkað

Þá telur þingið nauðsynlegt að áfram verði unnið að viðhaldi og breikkun þjóðvegar 1 á starfssvæði samtakanna.  Í ályktuninni er fjallað um vegstæði um Holtavörðuheiði og vill þingið að þegar verði hafnar athuganir á lækkun vegstæðis þjóðvegar 1 um Holtavörðuheiði og að sú framkvæmd verði sett á Samgönguáætlun. Þingið skorar einnig á samgönguyfirvöld að bæta úr ástandi Kjalvegar, en sívaxandi umferð þar um krefst mun meira viðhalds og þjónustu en verið hefur.

Að lokum skorar þingið á innanríkisráðherra að tryggja áætlunarflug til Sauðárkróks og minnir á að óviðunandi er að Norðurland vestra verði eini landshlutinn, sem ekki liggur að höfuðborgarsvæðinu, sem ekki nýtur þjónustu innanlandsflugs. Þingið skorar á innanríkisráðherra að láta kanna kosti þess að gera Alexandersflugvöll á Sauðárkróki að varaflugvelli fyrir Keflavíkurflugvöll, Reykjavíkur­flugvöll og Akureyrarflugvöll.

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...