Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Mótmælir því að Árborg fái afslátt frá reglum um skólprennsli í Ölfusá
Fréttir 8. maí 2014

Mótmælir því að Árborg fái afslátt frá reglum um skólprennsli í Ölfusá

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Veiðifélags Árnesinga samþykkti ályktun um frárennsli í Ölfusá á aðalfundi sínum sem haldinn var að Þingborg föstudaginn 25. apríl síðastliðinn. Þar er mótmælt fyrirhuguðum breytingum á reglugerð um fráveitur og skólp sem gefi sveitarfélaginu afslátt frá gildandi reglugerð.
 
Tildrög ályktunarinnar er að unnið er að endurskoðun reglugerðar nr. 798/1999, um fráveitur og skólp. Aðalfundarfulltrúar voru greinilega ekki hressir með framgang mál að því er fram kemur í ályktun fundarins sem, Jörundur Gauksson, formaður Veiðifélags Árnesinga, kom á framfæri við Bændablaðið.
 
„Þær ótrúlegu upplýsingar hafa borist að unnið sé að því að breyta ákvæðum hennar m.a. í því skyni að sveitarfélaginu Árborg verði heimilt að nota Ölfusá sem viðtaka frá eins þreps skólphreinsistöð. 
Vatnasvið Ölfusár og lífríki hennar nýtur sérstakrar verndar í lögum og núgildandi reglugerð um fráveitur og skólp. Breyting á reglugerðinni haggar ekki þeirri sérstöku vernd sem Ölfusá nýtur að lögum.
 
Félagsmenn Veiðifélags Árnesinga eru eigendur hátt á þriðja hundrað jarða í Árnessýslu. 
Skorar aðalfundur á Sigurð Inga Jóhannsson, ráðherra umhverfis-, auðlinda- og landbúnaðarmála, að gæta þess að fyrirhugaðar breytingar verði ekki gerðar á reglugerðinni og tryggi að Ölfusá njóti þeirra verndar sem henni ber og nýtur að lögum,“ segir í ályktuninni. 
Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...