Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Guðrún Schmidt fræðslufulltrúi Landgræðslunnar.
Guðrún Schmidt fræðslufulltrúi Landgræðslunnar.
Mynd / TB
Fréttir 21. febrúar 2020

Nægjusemi er ein af forsendum þess að ná tökum á loftslagsvandanum

Höfundur: Ritstjórn

Gestur í hlaðvarpi Landgræðslunnar að þessu sinni er Guðrún Schmidt fræðslufulltrúi Landgræðslunnar. Guðrún ræðir um loftslagsmál frá ýmsum hliðum og segir að Íslendingar megi gjarnan temja sér meiri nægjusemi – enda sé nægjusemi ein af frumforsendum þess að mannkyni takist að ná tökum á loftslagsvandanum. Sömuleiðis, segir Guðrún, verður að endurskoða hagkerfið sem þrífst fyrst og síðast á neyslu og aftur neyslu.

Um langt árabil hefur Guðrún unnið að verkefnum sem tengjast fræðslu og umhverfismálum og hefur lagt kapp á að fræða börn um þau. Þá hefur hún menntað sig á þessu sviði og var á sínum tíma í meistaranámi sem tók á menntun til sjálfbærni.

Kennsluefni og námskeið um umhverfis- og loftslagsmál

Guðrún hefur m.a. útbúið kennsluefni sem tekur á umhverfis- og loftslagsmálum og segir í viðtalinu að grunnskólakennurum, hvar svo sem þeir búa á landinu, sé velkomið að hafa samband við hana ef þá skortir kennsluefni og/eða hugmyndir á þessu sviði.

Guðrún er ein margra sem hafa unnið að undirbúningi námskeiða sem ganga undir heitinu Loftslagsvænn landbúnaður. Þessi námskeið eru að fara gang og í viðtalinu fjallar hún um þau – sem og námskeiðaraðar sem hún kom að á sínum tíma og var nefnd Betra bú. Sjálfbærnihugtakið kemur til umræðu í viðtalinu sem og fjölmargt annað.

Umsjónarmaður þáttarins er sem fyrr Áskell Þórisson, kynningarfulltrúi Landgræðslunnar.

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...