Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Spjaldið með öllum kindunum og nöfnunum á vegg inni í eldhúsi á Möðruvöllum.
Spjaldið með öllum kindunum og nöfnunum á vegg inni í eldhúsi á Möðruvöllum.
Mynd / MHH
Fréttir 5. janúar 2015

Nafnspjaldamyndir af öllum kindum búsins

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Ég er mikil áhugamanneskja um kindur enda ólst ég upp í sveit og hef alltaf haft gaman af kindum,“ segir Birgitta Lúðvíksdóttir, bóndi á Möðruvöllum 3 í Hörgárdal.

„Ég hef líka mjög gaman af að taka myndir. Ég er búin að taka svona nafnspjaldamyndir af kindum síðan 2007, allt til gamans gert. Ég tek t.d. myndir af öllum lömbunum áður en þau fara á fjall. Það fóru 254 lömb á fjall síðasta sumar og ég átti myndir af þeim öllum. Ég hef líka tekið myndir af lömbum á vorin og aftur á haustin til að gera samanburð.“

Birgitta býr á Möðruvöllum 3 ásamt Þórði Gunnari Sigurjónssyni, manni sínum, og börnum þeirra. Bróðir Þórðar, Sigmundur Sigurjónsson, er meðeigandi, hann býr á Akureyri. Á búinu eru 243 kindur, sem Birgitta myndar í bak og fyrir og setur á spjöld. Skemmtilegt framtak, sem vekur alltaf mikla athygli gesta sem koma í heimsókn til fjölskyldunnar á Möðruvöllum.

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...