Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Nautaveisla og seðjandi súkkulaðimús
Matarkrókurinn 16. apríl 2014

Nautaveisla og seðjandi súkkulaðimús

Það væri fyrirsjáanlegt að vera með uppskrift að páskalambi á þessum árstíma. Við ætlum hins vegar að bregða út af vananum að þessu sinni og kynna til leiks safaríkar nautasteikur ásamt seðjandi súkkulaðimús.
 
Við innkaup á nautakjöti er ágætt að miða skammt á mann við 175 -200 g af beinlausu kjöti og 225-350 g fyrir kjöt á beini. Leita skal að fallegu kjöti með innfitu. Góð meyrnun gefur betra bragð. Kjötið skal vera dökkrautt á lit með hvítri fitu.
 
Grilluð T- Bone steik með béarnaise-smjöri
 
Fyrir fjóra:
  • 4 stk. T-Bone steikur
  • 4 msk. ólífuolía
  • 2 stk. hvítlauksrif
  • ½ búnt steinselja
  • 2 msk. ólífuolía
  • 3 msk. smjör
  • 8 msk. hvítvínsedik
  • safi úr ½ sítrónu
  • 3 stk. litlir skalotlaukar
  • ½ búnt estragon
  • svartur pipar
 
Maldon sjávarsalt
?
Skerið litla rauf þvert í gegnum fituna sem er umhverfis steikina á 3 cm bili allan hringinn. Penslið steikina með ólífuolíu og nuddið saltinu inn í raufarnar. 
 
Blandið smjörið með lauk og kryddi, mótið í smjörpappír og setjið í frystinn. Þá er béarnaise-bragðið komið án vesens sem sumir eru hræddir við. Annar möguleiki er líka að rúlla upp afgöngum af ekta béarnaise og geyma í frystinum, klárt ofan á næstu steik.
 
Kryddið steikina fyrir eldun með sjávarsalti og svörtum pipar.
Grillið á hvorri hlið í um 3-4 mín eða eftir smekk.
Skerið smá bita af smjörinu og látið leka yfir heita steikina.
Berið fram með bakaðri kartöflu og salati.
 
Innbakað naut
 
1.200 g smjördeig
600 g nautahryggvöðvi
salt og pipar
 
Fylling:
 
  • 1 pakki Parma-skinka
  • 240 g sveppir
  • 2 msk. sinnep
  • 2 msk. kóríander
  • 6 msk. muldir villisveppir
 
Hryggvöðvinn er úrbeinaður og snyrtur. Vöðvinn er skorinn í 400 g bita og lokað á grilli eða pönnu, kryddað með örlitlu salti og pipar.
 
Smjördeigið flatt út í jafnmargar kökur og kjötbitarnir eru. Setjið fyrst Parma-skinku og sveppi undir kjötið, sem er svo sett á smjördeigið. Síðan fyllingu ofan á. Lokið kökunni og penslið samskeytin með sundurslegnu eggi eða vefjið í smurðan álpappír og setjið á grillið.
 
Bakið í 225°c heitum ofni í 10-20 mín. eða grillið.
Þessi tími og hiti miðast við að allt sé vel kalt þegar það fer inn í ofninn, annars er tíminn skemmri eða um 5-10 mín. Hitinn fer eftir gæðum ofnsins eða grillsins.
Berið fram með bakaðri kartöflu og sósu að eigin vali.
Eftirhitinn er töluverður, svo það skal taka kjötið út í 50°c og láta hvíla fyrir skurð.
 
Nauta ribeye með pönnusósu
  • 4 sneiðar nautahryggvöðvi (2 cm þykkar) 
  • 2 msk. þurrkaður grænn pipar 
  • 25 g smjör 
 
Sósa
3 msk. koníak
1 dl vatn 
1 tsk. kjötkraftur 
2 dl rjómi 
1 dós sýrður rjómi (36%) 
salt 
 
Þerrið kjötsneiðarnar og veltið upp úr muldum pipar (má nota 1½ msk. ferskan (saxaðan) í staðinn fyrir 2 msk. þurrkaðan), látið bíða í 1 klst. Steikið kjötsneiðarnar í smjöri á vel heitri pönnu í 3-4 mín. hvora hlið. Stráið örlitlu salti yfir. Hellið koníaki yfir og takið síðan kjötið af pönnunni. Bætið vatni, kjötkrafti, rjóma og sýrðum rjóma út í. Látið krauma við vægan hita í 5-10 mín. eða þar til sósan hefur þykknað. Kryddið til.
Borið fram með léttsteiktu grænmeti og bökuðum eða soðnum kartöflum. 
 
Súkkulaðimús 
 
  • Dökk súkkulaðimús
  • 250 g mjólk
  • 330 g dökkt súkkulaði
  • ½ l rjómi
  • 2½ blað matarlím
Setjið matarlím í kalt vatn (10mín). Sjóðið mjólk og setjið matarlímið út í. Blöndunni hellt yfir súkkulaðið í smá skömmtum. Hrærið vel á milli (mikilvægt að ná kremáferð á blönduna áður en öll mjólkin fer út í). Blandan á að vera 40-45 °C þegar léttþeyttur rjóminn fer út í í smá skömmtum með sleif. Ef súkkulaðiblandan er of köld þá er bara að hita hana í örbylgjuofni eða kæla hana ef hún er of heit.
 
Hvít súkkulaðimús
 
  • 140 ml mjólk
  • 1 vanillustöng, tahiti 
  • 4 g matarlím, 2-3 blöð
  • 175 g hvítt súkkulaði 
  • 190 g rjómi, léttþeyttur
Látið matarlímið í kalt vatn. Skafið vanilluna og látið í pott ásamt mjólkinni. Hitið mjólkina að suðumarki og látið standa í 20 mín. Hitið mjólkina aftur upp og látið gelatínið leysast upp í henni. Hellið yfir fínt hakkað súkkulaðið í tveimur skömmtum og hrærið út með sleikju. Þegar blandan skín og súkkulaðið er brætt hellist blandan yfir léttþeyttan rjómann í mjórri bunu. Hrærið létt í með sleikju á meðan hellt er.
Setjið í glös og skreytið með berjum að eigin vali.

5 myndir:

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...