Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Norðmenn drekka orðið hættulega lítið af mjólk
Fréttir 14. september 2018

Norðmenn drekka orðið hættulega lítið af mjólk

Mjólkurneysla í Noregi hefur farið mikið niður á við undan­farin ár án þess að fólk noti önnur matvæli sem hafa nógu hátt joðinnihald eins og mjólk og mjólkurvörur. Þessu hafa stjórnvöld áhyggjur af þar í landi því of lítið af joði getur meðal annars skaðað heila í fóstrum. 
 
Ný rannsókn sem OsloMet framkvæmdi í Noregi sýndi að margar ungar konur þar í landi vita ekki hvað joð er. Rúmlega 400 ungar konur tóku þátt í rannsókn og engin þeirra hafði eignast barn. Konurnar fengu spurningar eins og hvað joð sé, hvaða matvörur innihaldi joð og af hverju joð er mikilvægt fyrir fólk. Um 40 prósent kvennanna vissu í miklu lágmarki svör við spurningunum og það vekur áhyggjur hjá framkvæmdaraðilum könnunarinnar. 
 
Einn þriðji hluti kvennanna höfðu mjög lág joðgildi í líkamanum og komu grænmetisætur verst út. Einnig voru konur í hópnum sem neyttu lítillar sem engrar mjólkur sem komu illa út. Mikilvægasta uppspretta joðs hjá Norðmönnum er í gegnum neyslu á mjólk vegna þess að á síðustu 70 árum hefur joði verið bætt út í fóður kúa. Neysla á mjólk hefur farið töluvert niður á við síðastliðin 15 ár í Noregi. Þær mjólkurvörur sem hafa hæst gildi joðs eru brúnostur, mjólk, jógúrt og súrmjólk. Mjólk og mjólkurvörur leiða til um 60–80 prósent af upptöku joðs hjá fólki í Noregi en fiskur um 20 prósent. 
Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...