Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ný drög að reglugerð um velferð alifugla eru harðlega gagnrýnd
Fréttir 24. október 2014

Ný drög að reglugerð um velferð alifugla eru harðlega gagnrýnd

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Vinna við reglugerðir um velferð búfjár og gæludýra hefur verið í gangi í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu frá síðastliðnu vori. Í annað sinn eru komin fram drög að reglugerð um aðbúnað alifugla. Velbú, samtök um velferð dýra, og Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) gagnrýna einnig nýju drögin harkalega í umsögnum sínum.

Er sérstaklega fundið að því í athugasemdum Velbús að ekki sé byggt á þeim andblæ sem birtist í nýjum lögum um velferð dýra, sem tóku gildi í byrjun þessa árs. Þá er sérstaklega tiltekið í umsögnunum að samkvæmt nýjum drögum verði goggstýfing heimil á varpfuglum og er það nýtt frá núgildandi reglum – og því mótmæla Velbú og DÍS harðlega. Einnig eru gerðar athugasemdir um að heimildum um hámarks þéttleika við alifuglahald sé ekki breytt frá fyrri drögum, en í nýjum drögum er gert ráð fyrir heimild til aukins þéttleika í eldi alifugla. DÍS tiltekur einnig, þrátt fyrir ýmsar aðfinnslur, að eitt og annað í nýjum drögum sé til bóta. Meðal annars sé til bóta að tillit hafi verið tekið til fyrri athugasemda um hámark hljóðmengunar, um styttingu tíma til að setja upp klóslípibúnað, um að endur og gæsir njóti örugglega lausagöngu og hafi aðgang að vatni til böðunar og loks að mæling á ammoníaki skuli vera í sömu hæð og fuglarnir sjálfir.

Fyrir skemmstu var útgefin reglugerð um velferð hrossa og gerir Matvælastofnun grein fyrir henni hér í blaðinu á blaðsíðu 46. Aðrar reglugerðir eru í vinnslu, en samkvæmt upplýsingum úr atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu eru reglugerðir um velferð nautgripa og velferð sauðfjár og geitfjár hvað lengst komnar.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...