Ný lög um dýravelferð
Ný lög um velferð dýra tóku gildi um síðustu áramót. Lögin taka til alls dýrahalds, hvort sem er í atvinnuskyni eða gæludýrahalds. Með nýju lögunum fær Matvælastofnun frekari úrræði til að taka á málum þar sem brotið er gegnvelferð dýra, en eldri lögum dýravernd frá árinu 1994 höfðu verið mikið gagnrýnd vegna þess að í þeim þótti skorta á leiðir til að taka á brotum á dýravernd. Með nýjum lögum ætti að vera hægt að beita þvingunarúrræðum sem koma munu í veg fyrir endurtekin brot á dýravelferð.
Á sama tíma tóku gildi ný lög um búfjárhald. Með þeim færist allt búfjáreftirlit frá sveitarfélögum til Matvælastofnunar. Ráðnir hafa verið sex búfjáreftirlitsmenn sem starfa undir stjórn héraðsdýralækna í hverju umdæmi. Þá er unnið að því að endurskoða aðbúnaðarreglugerðir
fyrir búfé en því verki er enn ólokið.