Nýr blaðamaður á Bændablaðinu
Í júlíbyrjun tók Vilmundur Hansen til starfa á Bændablaðinu. Vilmundur er lesendum blaðsins að góðu kunnur, en um árabil hefur hann skrifað pistla um gróður og garðrækt við miklar vinsældir. Áður starfaði hann meðal annars hjá Fiskifréttum og Viðskiptablaðinu.
Vilmundur mun sinna almennri blaðamennsku bæði fyrir vefinn bbl.is og prentútgáfuna. Vilmundur er búfræðingur, garðyrkjufræðingur og kennari að mennt auk þess sem hann er með háskólagráðu í þjóðfræði og meistaragráðu í sögu gróðurnytja. Netfangið er vilmundur@bondi.is