Nýr formaður hjá BSSL
Nýr formaður var kosinn á aðalfundi Búnaðarsambands Suðurlands sem haldinn var 11. apríl síðastliðinn.
Guðbjörg Jónsdóttir á Læk gaf ekki kost á sér til endurkjörs en hún hafði setið sem formaður síðustu sex ár. Baldur Indriði Sveinsson frá Litla-Ármóti var kosinn nýr í stjórn en aðrir stjórnarmenn sitja áfram. Stjórnin skipti svo með sér verkum og var Ragnar Lárusson í Stóra-Dal kosinn formaður. Aðrir í stjórn eru þeir Gunnar Kristinn Eiríksson í Túnsbergi, Jón Jónsson, Prestbakka og Erlendur Ingvarsson í Skarði.