Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Nýr formaður hjá Búvest
Fréttir 16. apríl 2014

Nýr formaður hjá Búvest

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Nýr formaður var kosinn á aðalfundi Búnaðarsamtaka Vesturlands sem haldinn var fimmtudaginn 10. apríl síðastliðinn. Þórhildur Þorsteinsdóttir á Brekku var þá kjörin formaður í stað Guðnýjar H. Jakobsdóttur í Syðri-Knarrartungu en hún lét af embætti eftir níu ára stjórnarsetu. Halldór J. Gunnlaugsson á Hundastapa kom nýr inn í stjórn en áfram sitja þeir Daníel Ottesen á Ytra Hólmi, Valberg Sigfússon á Stóra-Vatnshorni og Kristján Magnússon í stjórninni.

Á fundinum kom fram að rekstur samtakanna var jákvæður um 1,5 milljónir á síðasta ári. Velta samtakanna á var 99 milljónir á árinu. Næg verkefni eru fram undan í starfi samtakanna, meðal annars vinnuverndarverkefni sem er á döfinni. Þá voru samþykktar ályktanir, meðal annars varðandi uppbyggingu og lagfæringu malarvega á starfssvæði Búvest, um að selja skuli Hótel Sögu og um stuðning við málflutning Bændasamtaka Íslands varðandi sjálfstæði Landbúnaðarháskólans.

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...