Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Nýr formaður norsku bændasamtakanna
Fréttir 19. júní 2014

Nýr formaður norsku bændasamtakanna

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Lars Petter Bartnes var kjörinn nýr formaður norsku bændasamtakanna, Norges bondelag, á ársfundi samtakanna sem fór fram í byrjun mánaðarins í Lillehammer. Hann tók við af Nils T. Bjørke, sem er íslenskum bændum að góðu kunnur.

Lars er 45 ára gamall kúbóndi sem stundar einnig nautaaeldi, kjúklingaeldi og kornrækt. Hann sat í stjórn samtakanna á árunum 2008 til 2013 og hefur einnig setið í stjórn Nortura, sem er afurðfyrirtæki með kjöt og egg, frá árinu 2004. Bartnes er menntaður búfræðikandidat og býr í Steinkjer í Norður-Þrændalögum.

Bartnes þakkaði fráfarandi stjórn fyrir hennar góða starf. „Ég ætla mér að vinna áfram að því að halda Norges bondelag sem sterkum og skipulögðum samtökum,“ sagði hann í þakkarræðu.

Kristin Ianssen og Brita Skallerud voru endurkjörnar sem 1. og 2. varaformaður samtakanna. Kristin mun þar með hefja annað starfsár sitt en Brita hefur setið í fjögur ár. 

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...