Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Nýr framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna
Fréttir 24. febrúar 2014

Nýr framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna

Axel Ómarsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna ehf. og Landssambands hestamannafélaga. Axel tekur við af Haraldi Erni Gunnarssyni sem sinnti starfinu frá árinu 2011. Það kemur því í hlut Axels að stýra Landsmóti á Hellu í sumar.

Axel hefur verið áhugamaður um íslenska hestinn um árabil og hefur áður starfað að félagsmálum sem tengjast hestamennsku, meðal annars sem varaformaður Hestamannafélagsins Harðar og landsþingsfulltrúi um nokkurra ára skeið.  Axel kom einnig mikið að útflutningi á íslenskum hestum á árunum 1993-1999.  Axel hefur mikla reynslu af markaðsmálum tengdum íslenska hestinum, fyrirtækjarekstri og félagsmálum.

„Það er von okkar að með ráðningu Axels geti samtökin snúið við neikvæðri þróun undanfarinna ára, og blásið til nýrrar sóknar fyrir hestamennsku í landinu“, segir Haraldur Þórarinsson stjórnarformaður Landsmóts hestamanna og formaður stjórnar Landssambands hestamanna.    

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...