Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Smjörinu frá MS er pakkað í bréf sem flokkast ekki sem pappír.
Smjörinu frá MS er pakkað í bréf sem flokkast ekki sem pappír.
Mynd / ál
Fréttir 20. mars 2024

Óflokkanlegar umbúðir

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bréfpakkningarnar á smjöri þurfa að fara í almennt sorp þar sem þær eru úr samsettu efni sem er ekki hæft til endurvinnslu.

Silfurlitaða bréfið á 500 og 250 g smjöri er laminerað úr áli plasti og pappa, og á það sama við um græna bréfið utan um ósaltað 250 g smjör. 400 g bakkarnir eru úr plasti og pappír sem neytandinn getur sjálfur skilið í sundur fyrir flokkun.

Í svari við fyrirspurn blaðamanns kemur fram að Mjólkursamsalan (MS) horfi til þróunar í einþátta og endurvinnanlegum umbúðum, en þar sé þróunin ekki eins hröð og vonir stóðu til. Þá þurfi að huga að ýmsu varðandi slíkar breytingar, eins og hvort breyttar umbúðir gangi í þann tækjabúnað sem MS hafi yfir að ráða og hvort þær tryggi geymsluþol vörunnar. 

Fulltrúi MS bendir á að mjólkursamlagið Arla noti að mestu lamineraðar umbúðir fyrir smjör sem framleitt er undir danska vörumerkinu Lurpak. Þar á bæ hafi verið kynntar til sögunnar svokallaðar Butterbox umbúðir úr stífum endurvinnanlegum pappa, þó þær hafi ekki orðið ráðandi í sölu. Þá hefur MS átt í samskiptum við Wipak, sem er breskur framleiðandi sem kynnti nýlega til sögunnar endurvinnanlegt bréf til að pakka inn smjöri.

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...