Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sveinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri og Helga Gunnlaugsdóttir rannsóknar- og þróunarstjóri Orkídeu.
Sveinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri og Helga Gunnlaugsdóttir rannsóknar- og þróunarstjóri Orkídeu.
Mynd / Aðsendar - samsett mynd
Fréttir 4. mars 2021

Orkídea er vettvangur nýsköpunar fyrir matvælaframleiðslu og líftækni

Höfundur: smh

Síðasta sumar var undirritað samkomulag á milli Landsvirkjunar, Sambands sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis um að stofnsetja verkefnið Orkídeu. Þar er markmiðið að auka verðmætasköpun í matvælaframleiðslu með umhverfisvænni orkunýtingu. Á haustmánuðum voru stjórnendurnir Sveinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri og Helga Gunnlaugsdóttir rannsóknar- og þróunarstjóri ráðin til verkefnisins og nú í janúar fór verkefnið formlega af stað. 

Sveinn segir að undanfarna daga hafi staðið yfir stefnumótunarvinna með verkefnastjórn og stjórn Orkídeu og nú sé unnið úr þeim gögnum. „Í stuttu máli þá eru markmið Orkídeu að virkja, efla og greiða leið frumkvöðla og vera farvegur fyrir nýsköpun á sviði matvælaframleiðslu og líftækni, einkum á Suðurlandi. Við ætlum okkur að vera skiptiborð hugmynda, þróunar og fjárfestinga fyrir orkutengd tækifæri á Suðurlandi á verkefnasviðinu, miðla rannsóknum og þróunarstarfi til fyrirtækja, frumkvöðla og hagaðila og aðstoða fyrirtæki og frumkvöðla við þekkingaröflun og verðmætasköpun. Jafnframt viljum við kynna og miðla upplýsingum um nýsköpun í matvælaframleiðslu og líftækni. Við viljum einnig koma auga á hindranir fyrir nýsköpun og framleiðslu matvæla og finna leiðir til að yfirstíga þær. Við höfum hug á að afla okkur verkefna og þekkingar með umsóknum í samkeppnissjóði með frumkvöðlum og fyrirtækjum og vinna almennt að upplýsingasöfnun og greiningum sem styðja við rannsóknir og fjárfestingar á Suðurlandi,“ segir Sveinn.

Aðstaða á Reykjum

Sveinn segir að engin rannsóknarverkefni séu komin inn á borð Orkídeu þar sem formlegt starf sé nýhafið. „Við erum með takmarkaða aðstöðu til að hýsa frumkvöðla á þessum tímapunkti en við erum að skoða alla möguleika. Það er hugsanlegt að einhver aðstaða verði á Reykjum [í húsakosti garðyrkjuskólans] þegar framkvæmdum þar lýkur og rektor LbhÍ hefur lýst yfir vilja til að skoða það með jákvæðum huga. Reiknað er með að starfsmenn Orkídeu hafi starfsaðstöðu þar einhverja daga í mánuði þegar fram líða stundir. Það er ekki gert ráð fyrir að Orkídea veiti bein fjárframlög til frumkvöðla en aðstoði þá með frumráðgjöf og tengi þá við aðila sem geta veitt aðra aðstoð.“

Startup Orkídea hliðarverkefni 

„Startup Orkídea er mikilvægt hliðarverkefni Orkídeu og er stýrt af Icelandic Startups sem hefur séð um allan undirbúning ásamt stjórn Orkídeu. Þetta verkefni var komið af stað áður en við Helga komum til starfa en við höfum tekið þátt í því frá því að við hófum störf og verðum meðal annars í leiðbeinendahópi hraðalsins. 

Startup Orkídea er viðskiptahraðall fyrir frumkvöðla á sviði matvælaframleiðslu og líftækni. Auglýst var eftir umsóknum og alls bárust hátt í þrjátíu umsóknir. Þær hafa verið metnar og sex teymi valin til þátttöku í hraðlinum. Teymin taka þátt í þremur vinnustofum á næstu vikum og auk þess verður þeim boðin ráðgjöf af hópi leiðbeinenda sem allir hafa mikla reynslu af nýsköpunarverkefnum og fjármögnun. Landsvirkjun býður öllum teymum eina milljón í styrk gegn kauprétti á hlutabréfum í nýju fyrirtækjunum fyrir allt að fimm milljónum króna. Teymunum er í sjálfsvald sett hvort þau þiggja þennan styrk og þar með fellur kaupréttur niður.

Að sögn Sveins er Orkídea að fullu fjármögnuð til ársloka 2024 af hálfu eigenda sinna og hugsanlega lengur ef vel gengur að vinna að markmiðum verkefnisins. „Til viðbótar er gert ráð fyrir að starfsmenn Orkídeu útvegi styrkjafé og aðrar bjargir til að auka við slagkraft verkefnisins. Startup Orkídea er að mestu kostað af Landsvirkjun.“

Heimsóknir til sveitarstjóra, fyrirtækja og frumkvöðla

„Við stefnum að því að heimsækja sveitarstjóra auk fyrirtækja, frumkvöðla og rannsóknaraðila á Suðurlandi sem stuðla að verðmætasköpun í matvælaframleiðslu eða líftækni með því að nýta græna orku,“ segir Sveinn þegar hann er spurður um hvernig starfsemin muni birtast á næstu vikum. „Við erum byrjuð að miðla upplýsingum frá þessum heimsóknum og annarri starfsemi á heimasíðu Orkídeu (ww.orkidea.is) sem og á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Instagram. Við höfum fundið fyrir mikilli jákvæðni í garð verkefnisins af hálfu allra sem við höfum talað við, bæði fyrirtækja og sveitarstjórna, og erum full tilhlökkunar til komandi verkefna á sviðinu. Þetta verður mjög spennandi viðfangsefni.“

Starfsstöðvar Orkídeu eru á Austurvegi 56 á Selfossi og Reykjum í Ölfusi. 

Skylt efni: Orkídea

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...