Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Osta- kjúklingamálinu vísað frá
Fréttir 7. október 2014

Osta- kjúklingamálinu vísað frá

Höfundur: Vilmundur Hansen

Héraðsdómur hefur vísað frá máli Haga þar sem þess var krafist að fá leyfi til að flytja inn franska osta og lífrænt ræktaðan kjúkling án tolla. Niðurstaðan verður kærð til Hæstaréttar.

Dómari vísaði málinu frá á þeim forsemdum að Hagar ættu ekki sérstakra hagsmuna að gæta af málsókninni. Hann vísaði til þess að tollkvótar væru settir með reglugerðum og því væri ekki um synjun á einstaklingsbundnum réttindum til handa Högum að ræða.

Fyrr á þessu ári óskuðu Hagar þess að opinn og gjaldfrjáls tollkvóti yrði settur á fyrir innflutning á ýmsar landbúnaðarvörur sem ekki eru framleiddar hér á landi og því skortur á. Dæmi um þessar vörur eru lífrænt ræktaðir kjúklingar og ostar úr sauða-, geita- og bufflamjólk.

Máli sínu til stuðnings hafa forsvarsmenn Haga haldið fram að fyrirtækjum sé mismunað og benda á að Mjólkursamsalan fengið jákvæð viðbrögð við beiðni um að flytja inn írskt smjör fyrir síðustu jól.

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...