Osta- kjúklingamálinu vísað frá
Héraðsdómur hefur vísað frá máli Haga þar sem þess var krafist að fá leyfi til að flytja inn franska osta og lífrænt ræktaðan kjúkling án tolla. Niðurstaðan verður kærð til Hæstaréttar.
Dómari vísaði málinu frá á þeim forsemdum að Hagar ættu ekki sérstakra hagsmuna að gæta af málsókninni. Hann vísaði til þess að tollkvótar væru settir með reglugerðum og því væri ekki um synjun á einstaklingsbundnum réttindum til handa Högum að ræða.
Fyrr á þessu ári óskuðu Hagar þess að opinn og gjaldfrjáls tollkvóti yrði settur á fyrir innflutning á ýmsar landbúnaðarvörur sem ekki eru framleiddar hér á landi og því skortur á. Dæmi um þessar vörur eru lífrænt ræktaðir kjúklingar og ostar úr sauða-, geita- og bufflamjólk.
Máli sínu til stuðnings hafa forsvarsmenn Haga haldið fram að fyrirtækjum sé mismunað og benda á að Mjólkursamsalan fengið jákvæð viðbrögð við beiðni um að flytja inn írskt smjör fyrir síðustu jól.