Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ósýktur stofn býflugna á Íslandi
Mynd / smh
Fréttir 5. júní 2014

Ósýktur stofn býflugna á Íslandi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Býflugnaræktendafélag Íslands (Bý) hefur sótt um leyfi til landbúnaðarráðuneytisins til að flytja inn allt að 120 býflugnapakka til Íslands; og allt að 30 býflugnadrottningar aukalega. Með þessum innflutningi á sér stað nýtt upphaf í sögu félagsins, því 30 af þessum búum verða eingöngu notuð til að framleiða afleggjara og þannig stuðla að sjálfbærni býflugnabúskapar á Íslandi, án utanaðkomandi innflutnings.

Í hverri einingu af þessum 120 búum er ein drottning og um það bil 1,5 kg vinnuflugur (þernur). Að sögn Egils Rafns Sigurgeirssonar, formanns Býs, verða þessar býflugur keyptar frá Álandi og með þeim mun fylgja heilbrigðisvottorð frá finnskum heilbrigðisyfirvöldum um heilbrigði flugnanna.

„Flugurnar koma af svæði sem ekki er sýkt af varroa-maurnum, loftsekkjamaur – né öðrum þekktum sjúkdómsvöldum hjá býflugum. Álandseyjar eru eina þekkta landið, utan Íslands, sem er laust við báðar þessar maurategundir.“

Góðir framtíðarmöguleikar býflugnaræktar á Íslandi

„Um er að ræða áframhaldandi tilraunir til býflugnaræktar á Íslandi. Tilraunir benda til að býflugnarækt eigi góða framtíðarmöguleika á Íslandi. Síðastliðin ár hafa sýnt að lifun búa af vetri hafa gengið allt betur hjá býflugum sem keypt hafa verið frá Álandseyjum sem betur virðast þola íslenska veðráttu enda veðurskilyrði áþekk á þessum stöðum. Einnig hafa tilraunir okkar með vetrun skilað betri árangri á undanförnum árum. Nú eru 80 virkir býflugnabændur í landinu og vetruðu þeir 125 bú á síðastliðnum vetri eftir skelfilegt sumar. Um 20 manns hafa nýverið sótt námskeið í býrækt sem Bý heldur, þannig að á þessu ári eru félagar í Bý orðnir um 100 talsins.“

Um helmingur ræktenda er konur

„Nú hefst nýr kafli í býrækt á Íslandi. Bý flytur nú inn 30 bú sem eingöngu verða notuð til að framleiða afleggjara og gera býræktendum kleift að stefna að því að verða sjálfum sér nægir um býflugur í framtíðinni með fjölgun búa. Verkefnið hefur fengið styrk frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins og munu tveir reyndustu býræktendur á Íslandi – sem hvor um sig er með meira en 20 ára reynslu af býrækt – sinna verkefninu.
Sá mikli áhugi sem vaknað hefur hér á landi fyrir býrækt er eflaust með einsdæmum sem sjá má á fjölda þeirra sem sótt hafa námskeið undanfarin fjögur ár. Eins og oft áður slá Íslendingar met og það er ánægjulegt að 48 prósent býræktenda hér á landi eru konur – og hvað best ég veit er hvergi hærra hlutfall þeirra í hinum vestræna heimi.“

Býflugurnar verða fluttar til landsins með flugi seinni partinn í júní, í tveimur áföngum. 

3 myndir:

Slæmt ástand á kolsýruvinnslu
Fréttir 30. ágúst 2024

Slæmt ástand á kolsýruvinnslu

Ástand kolsýruuppspretta á Hæðarenda í Grímsnesi er ekki í lagi að mati eiganda ...

Sigurborg mótar nýja heildarstefnu í dýraheilsumálum
Fréttir 30. ágúst 2024

Sigurborg mótar nýja heildarstefnu í dýraheilsumálum

Sigurborg Daðadóttir fer úr embætti yfirdýralæknis og tekur við nýju starfi í ma...

Reiknað afurðaverð hækkar um 0,67%
Fréttir 30. ágúst 2024

Reiknað afurðaverð hækkar um 0,67%

Sláturfélag Suðurlands (SS) hækkaði í síðustu viku afurðaverð til sauðfjárbænda....

Útlit fyrir sæmilega kartöfluuppskeru
Fréttir 29. ágúst 2024

Útlit fyrir sæmilega kartöfluuppskeru

Í Þykkvabænum er útlit fyrir sæmilega kartöfluuppskeru þegar á heildina er litið...

Heildarstefna í dýraheilbrigðismálum
Fréttir 29. ágúst 2024

Heildarstefna í dýraheilbrigðismálum

Sigurborg Daðadóttir, fráfarandi yfirdýralæknir, hefur tekið við starfi í matvæl...

Kyngreining sæðis hefst í haust
Fréttir 28. ágúst 2024

Kyngreining sæðis hefst í haust

Nautastöð Bændasamtaka Íslands (NBÍ) hefur gengið frá samningum við bandaríska f...

Ullarvika á Suðurlandi
Fréttir 28. ágúst 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. o...

Þingað um þörunga
Fréttir 28. ágúst 2024

Þingað um þörunga

Alþjóðleg þörungaráðstefna, Arctic Algea, verður haldin í Reykjavík 4. og 5. sep...