Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ítalska salatið fór eingöngu í stóreldhús en ekki í smásölu á almennan markað, að sögn Heilbrigðiseftirlitsins.
Ítalska salatið fór eingöngu í stóreldhús en ekki í smásölu á almennan markað, að sögn Heilbrigðiseftirlitsins.
Mynd / TB
Fréttir 29. ágúst 2017

Óþvegið innflutt salat olli veikindum

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Á dögunum var sagt frá veikindum starfsmanna í tveimur grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu, í Háaleitisskóla og í Hörðuvallaskóla. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sendi tilkynningu frá sér í morgun þar sem rannsóknir benda til að hugsanlegur sýkingarvaldur sé baktería sem hafi borist hingað með salati frá Ítalíu. Niðurstöður faraldsfræðilegrar rannsóknar heilbrigðiseftirlitsins leiddu í ljós að sterk tengsl voru milli neyslu á óþvegnu salati og veikinda starfsmanna í Háaleitisskóla - Hvassaleiti.
 
Rannsóknir á salatinu hafa leitt í ljós hugsanlegan sýkingarvald, bakteríuna Aeromonas hydrophila, sem þekkt er að getur valdið veikindum eins og hér um ræðir. Bakterían finnst víða í umhverfinu, sérstaklega í menguðu vatni og því er mikilvægt að skola allar matjurtir fyrir neyslu.

Óþvegið salat frá Ítalíu
Samkvæmt tilkynningu heilbrigðiseftirlitsins er um að ræða innflutt blaðsalat frá Ítalíu. Á umbúðum salatsins kemur fram að það sé óþvegið. Heimilt er að dreifa slíku salati en nauðsynlegt er að það sé þvegið og skolað vel fyrir notkun. Salatið fór eingöngu í stóreldhús en ekki í smásölu á almennan markað, að sögn eftirlitsins.
 
Samkvæmt upplýsingum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hafa ekki komið upp veikindi á öðrum stöðum en í ofangreindum skólum. Líklegar skýringar á því geta verið að smit sé misdreift í salatinu sem og mismunandi meðferð salatsins hvað varðar skolun.
 
Í tilkynningu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er mikilvægi þess að skola allar matjurtir vel fyrir neyslu áréttað.
 
Fiskeldisskóli slær í gegn
Fréttir 26. ágúst 2024

Fiskeldisskóli slær í gegn

Fiskeldisskóli unga fólksins hefur víða verið vel sóttur í sumar.

Mesti vöxturinn í mjólkurframleiðslu
Fréttir 23. ágúst 2024

Mesti vöxturinn í mjólkurframleiðslu

Búist er við að neysla á landbúnaðarvörum á heimsvísu aukist um 13 prósent á næs...

Anton Kári sveitarstjóri er nýr formaður
Fréttir 23. ágúst 2024

Anton Kári sveitarstjóri er nýr formaður

Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, er nýr formaður stjórn...

Bændur í sólarselluverkefni
Fréttir 23. ágúst 2024

Bændur í sólarselluverkefni

Fyrirtækið Alor sérhæfir sig í orkulausnum, meðal annars innleiðingu á framleiðs...

Upplýsingavefur um líforkuver fyrir dýraleifar
Fréttir 22. ágúst 2024

Upplýsingavefur um líforkuver fyrir dýraleifar

Vefurinn Líforka.is var formlega opnaður fyrir skemmstu, sem er upplýsingavefur ...

Smalahundar etja kappi
Fréttir 22. ágúst 2024

Smalahundar etja kappi

Smalahundafélag Íslands stendur fyrir landskeppni smalahunda 24. og 25. ágúst næ...

Vindmyllur fá grænt ljós
Fréttir 22. ágúst 2024

Vindmyllur fá grænt ljós

Gefið hefur verið út virkjanaleyfi fyrir fyrsta íslenska vindorkuverið, Búrfells...

Frestun hrossaútflutnings
Fréttir 21. ágúst 2024

Frestun hrossaútflutnings

Reglubundin yfirhalning farmflugvélar er ástæða þess að engin hross hafa verið f...