Radisson Blu á Íslandi hlýtur þrenn verðlaun
Radisson Blu hótelunum á Íslandi, Hótel Sögu og 1919, hlotnuðust þrenn verðlaun á World Travel Awards sem haldið var í Aþenu, í Grikklandi þann 2. ágúst síðast liðinn.
Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstýra á Hótel Sögu segir að verðlaunin staðfesti gæði Yes I Can – þjónustunnar sem hótelin leggi sinn metnað í að veita gestum.
„World Travel Awards hafa verið veitt árlega frá árinu 1993 en tilgangur þeirra er að viðurkenna og verðlauna framúrskarandi gæði á öllum sviðum ferðaþjónustunnar og WTA er í dag heimsþekkt merki hótela, flugvalla og annarra fyrirtækja í greininni.
Radisson Blu 1919 er að vinna "Iceland´s Leading Hotel" í sjöunda sinn en Radisson Blu Hótel Saga fékk verðlaun sem“ Iceland´s Leading Business Hotel“ og "Iceland´s Leading Resort. Hótelin sem voru tilnefnd til verðlaunanna í ár eru öll mjög glæsileg og viðkenningin því kærkomin og sigurinn sætur,“ segir Ingibjörg.