Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ræktunarland á stærð við Ísland hefur horfið undir þéttbýli á 50 árum
Fréttir 14. nóvember 2014

Ræktunarland á stærð við Ísland hefur horfið undir þéttbýli á 50 árum

Höfundur: Matthías Eggertsson

Víðfeðm landsvæði tengd landbúnaði hafa verið lögð undir malbik og steinsteypu í borgum Evrópu á  síðustu árum og   áratugum. 

Á árabilinu  1990–2006 dróst akurlendi  í  19 þéttbýlustu  löndum  Evrópu saman sem svaraði til ræktunar  á   6,1 milljón tonnum  af hveiti árlega. Ferlið er hvarvetna hið sama. Landið er tekið undir  byggingu íbúðar-,  skrifstofu-  og iðnaðarhúsnæðis, eða stórmarkaði með  enn stærri  bílastæðum.  Frá þessu var greint í LoA, fylgiriti um tækni og hagfræði í Landsbygdens Folk.

Frá miðjum 6. áratug síðustu aldar, eða á 50 ára tímabili, hefur land undir þéttbýli í Evrópu aukist um 78% en  fjöldi  íbúa um  33%, samkvæmt upplýsingum frá evrópsku umhverfisstofnuninni  EEA.

Jarðnæði, sem hefur verið tekið til annarra nota,  svo sem til bygginga og undir umferðarmannvirki,  er talið forgangsmál  í hagþróun.  Þessi þróun vekur þó jafnframt áhyggjur, þar sem  landið er einnig talið mikilvægt til  matvælaframleiðslu. Efnahagsráð Evrópu (EEA) telur jarðnæði, sem tekið er undir aðrar þarfir en ræktun í ESB, vera um eitt þúsund ferkílómetrar á ári á áratugnum  1990–2000. Það svarar til um 275 hektara á dag.

100 þúsund ferkílómetrar undir þéttbýli

Heildarflatarmál ræktunarlands í Evrópu sem tekið hefur verið til annarra þarfa var árið 2006 áætlað 100 þúsund ferkílómetrar. Það  svarar til  2,3% af flatarmáli landa ESB  og er að meðaltali 200 fermetrar á íbúa. Til samanburðar þá er Ísland um 103 þúsund ferkílómetrar að flatarmáli.

Hæst með þetta hlutfall af landi undir þéttbýli og vegi  eru  Malta, Holland, Belgía, Þýskaland og  Lúxemborg, en hlutfallið er einnig hátt í  Miðjarðarhafslöndunum.

Borgir teygja sig yfir ræktunarland

Sögulega séð hafa borgir einkum verið reistar  í nálægð ræktunarlands til að tryggja öflun matvæla. Í samræmi við það þá leggur  vöxtur borga einkum undir sig ræktunarland. Það leiðir af sjálfu sér að þessi nýting á ræktunarlandi þrýstir á  verðhækkun  á ræktunarlandi  og aukinn korninnflutning til þessara landa. 

Ræktunarland hefur minnkað verulega í Svíþjóð sl. hálfa öld. Fram undir hið síðasta hefur ástæðan einkum verið sú að  akuryrkjan hefur dregist saman, en auknar byggingaframkvæmdir eru nú farnar að skipta máli í þeim efnum. Þessi þróun sækir nú ört á. Þar er það áhyggjuefni að þessi samdráttur er mestur á  bestu kornræktarsvæðum landsins að sögn viðkomandi stjórnvalds, Svenska Jordbruksverket.  Stjórnvöld landsins  hafa þegar fengið málið  til umfjöllunar.

Nokkur lönd í Evrópu hafa nú  ákveðið takmarkanir á nýtingu kornakra til annarra þarfa. Víða um álfuna hækkar nú jafnframt verð í ræktunarlandi.

Evrópuráðið hefur ályktað um  að notkun á ræktunarlandi til annarra þarfa sé  nær alltaf  óafturkræf. Því beri að hugsa til  langrar framtíðar þegar land er lagt undir byggingar og vegi

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...