Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ræktunarland á stærð við Ísland hefur horfið undir þéttbýli á 50 árum
Fréttir 14. nóvember 2014

Ræktunarland á stærð við Ísland hefur horfið undir þéttbýli á 50 árum

Höfundur: Matthías Eggertsson

Víðfeðm landsvæði tengd landbúnaði hafa verið lögð undir malbik og steinsteypu í borgum Evrópu á  síðustu árum og   áratugum. 

Á árabilinu  1990–2006 dróst akurlendi  í  19 þéttbýlustu  löndum  Evrópu saman sem svaraði til ræktunar  á   6,1 milljón tonnum  af hveiti árlega. Ferlið er hvarvetna hið sama. Landið er tekið undir  byggingu íbúðar-,  skrifstofu-  og iðnaðarhúsnæðis, eða stórmarkaði með  enn stærri  bílastæðum.  Frá þessu var greint í LoA, fylgiriti um tækni og hagfræði í Landsbygdens Folk.

Frá miðjum 6. áratug síðustu aldar, eða á 50 ára tímabili, hefur land undir þéttbýli í Evrópu aukist um 78% en  fjöldi  íbúa um  33%, samkvæmt upplýsingum frá evrópsku umhverfisstofnuninni  EEA.

Jarðnæði, sem hefur verið tekið til annarra nota,  svo sem til bygginga og undir umferðarmannvirki,  er talið forgangsmál  í hagþróun.  Þessi þróun vekur þó jafnframt áhyggjur, þar sem  landið er einnig talið mikilvægt til  matvælaframleiðslu. Efnahagsráð Evrópu (EEA) telur jarðnæði, sem tekið er undir aðrar þarfir en ræktun í ESB, vera um eitt þúsund ferkílómetrar á ári á áratugnum  1990–2000. Það svarar til um 275 hektara á dag.

100 þúsund ferkílómetrar undir þéttbýli

Heildarflatarmál ræktunarlands í Evrópu sem tekið hefur verið til annarra þarfa var árið 2006 áætlað 100 þúsund ferkílómetrar. Það  svarar til  2,3% af flatarmáli landa ESB  og er að meðaltali 200 fermetrar á íbúa. Til samanburðar þá er Ísland um 103 þúsund ferkílómetrar að flatarmáli.

Hæst með þetta hlutfall af landi undir þéttbýli og vegi  eru  Malta, Holland, Belgía, Þýskaland og  Lúxemborg, en hlutfallið er einnig hátt í  Miðjarðarhafslöndunum.

Borgir teygja sig yfir ræktunarland

Sögulega séð hafa borgir einkum verið reistar  í nálægð ræktunarlands til að tryggja öflun matvæla. Í samræmi við það þá leggur  vöxtur borga einkum undir sig ræktunarland. Það leiðir af sjálfu sér að þessi nýting á ræktunarlandi þrýstir á  verðhækkun  á ræktunarlandi  og aukinn korninnflutning til þessara landa. 

Ræktunarland hefur minnkað verulega í Svíþjóð sl. hálfa öld. Fram undir hið síðasta hefur ástæðan einkum verið sú að  akuryrkjan hefur dregist saman, en auknar byggingaframkvæmdir eru nú farnar að skipta máli í þeim efnum. Þessi þróun sækir nú ört á. Þar er það áhyggjuefni að þessi samdráttur er mestur á  bestu kornræktarsvæðum landsins að sögn viðkomandi stjórnvalds, Svenska Jordbruksverket.  Stjórnvöld landsins  hafa þegar fengið málið  til umfjöllunar.

Nokkur lönd í Evrópu hafa nú  ákveðið takmarkanir á nýtingu kornakra til annarra þarfa. Víða um álfuna hækkar nú jafnframt verð í ræktunarlandi.

Evrópuráðið hefur ályktað um  að notkun á ræktunarlandi til annarra þarfa sé  nær alltaf  óafturkræf. Því beri að hugsa til  langrar framtíðar þegar land er lagt undir byggingar og vegi

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...