Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Heimilisfólk í Hlíðartúni í Njarðvík, Margrét B. Hjarðar, Jakob Sigurðsson og Bóas Jakobsson. Myndin var tekin í haust þegar Bændablaðið var þar í heimsókn.
Heimilisfólk í Hlíðartúni í Njarðvík, Margrét B. Hjarðar, Jakob Sigurðsson og Bóas Jakobsson. Myndin var tekin í haust þegar Bændablaðið var þar í heimsókn.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 5. janúar 2015

Rafmagnslaust í hátt í tvo sólarhringa í Hlíðartúni við Borgarfjörð eystra

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það brunnu nú upp ansi mörg kerti hjá okkur, en það var í lagi því nóg var til,“ segir Jakob Sigurðsson, sem býr ásamt konu sinni, Margréti B. Hjarðar, og Bóasi, syni þeirra, að Hlíðartúni í Njarðvík við Borgarfjörð eystra.

Þar reka þau sauðfjárbú, eru með nautaeldi og starfrækja ferðaþjónustu.  Rafmagnslaust varð í 10 húsum í tæpa tvo sólarhringa á leggnum frá Borgarfirði eystra og að Njarðvík, en einungis er búið í fjórum þeirra. Spennir í jarðstreng sem liggur frá Borgarfirði og yfir í Njarðvík gaf sig af einhverjum ástæðum.

Dúða sig vel undir sængina

„Það væsti ekki um okkur, íbúðar­húsið er vel einangrað og við fundum ekki fyrir miklum kulda, vorum bara vel klædd, lopapeysur koma að góðum notum og svo var bara að dúða sig vel undir sængina,“ segir Jakob. Þá höfðu þau gaseldavél innan seilingar og frá henni barst ágætis hiti þegar kvöldmaturinn var eldaður.

„Bóas fékk okkur til að spila, við sátum við það í kertaljósinu svo það má segja að við höfum fengið forskot á jólastemninguna og það var alveg ljómandi gott,“ segir hann.

Sat yfir fjárbókinni

Margrét sat yfir fjárbókinni í tölvunni þegar rafmagnið fór af um kl. 21 á sunnudagskvöld. Tölvan fór í gang að nýju og hafði ekki orðið fyrir skemmdum. Mestar áhyggjur segir Jakob að þau hafi haft af rafmagnstækjum, ísskáp og frystikistu og matvælum sem þar voru geymd, en svo virðist sem allt hafi sloppið nokkuð vel.

„Við gáfum skepnum bara einu sinni á dag og þá vel, það var svo mikið myrkur og erfitt að paufast niður í hús. Þeim virðist ekki hafa orðið meint af og eru vel haldnar,“ segir Jakob. Engir gestir voru á vegum ferðaþjónustunnar á þeim tíma sem rafmagnsleysið varði.

Þakplötur fuku af hlöðu

Í óveðrinu sem geisaði fyrr í mánuðinum fuku þakplötur af hlöðunni við bæinn og voru félagar í björgunarsveitinni Sveinungum kallaðir til aðstoðar. „Það fuku þarna nokkrar plötur út í veður og vind og til allrar hamingju ollu þeir ekki neinu tjóni, en slíkt hefði vel getað orðið. Þannig að það má segja að við höfum sloppið vel frá þessu öllu saman,“ segir Jakob.

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...