Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Rakel Jakobína Jónsdóttir, sem hlaut styrk upp á tæpar 29 milljónir króna til þriggja ára.
Rakel Jakobína Jónsdóttir, sem hlaut styrk upp á tæpar 29 milljónir króna til þriggja ára.
Mynd / Skógræktin
Fréttir 20. október 2021

Rakel Jakobína fékk 29 milljóna króna skógræktarstyrk

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Rakel Jakobína Jónsdóttir, doktorsnemi og sérfræð­ingur á rannsóknasviði Skógræktarinnar, hlaut annan hæsta styrkinn við fyrstu úthlutun úr doktorsnemasjóði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sem úthlutað var úr á dögunum.

Hlaut Jakobína tæpar 29 milljónir króna til þriggja ára. Peningarnir verða nýttir til rannsókna sem tengjast framleiðslu skógarplantna og nýskógrækt og aðlögun að nýjum aðferðum.

Á heimasíðu Skógræktarinnar kemur m.a. fram að auka þarf framleiðslu skógarplantna í landinu og því er vélvæðing í framleiðsluferlum ákjósanlegur kostur.

Rakel vinnur m.a. að verk­efni með tveimur norskum skógarplöntuframleiðendum, sem hafa tekið vinnuþjarka eða róbóta í sína þjónustu til þess að auka framleiðslu og hagræða í rekstri.

Skylt efni: Skógrækt

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...