Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Rannsóknarstofan Seyla tekur til starfa
Fréttir 26. nóvember 2014

Rannsóknarstofan Seyla tekur til starfa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ný rannsóknarstofa tekur til starfa á Hvanneyri eftir áramót. Rannsóknarstofan mun meðal annars sjá um hey- og jarðvegsefnagreiningar fyrir bændur og orku- og ör­verumælingar fyrir fóðurstöðvar loðdýrafóðurs.

Fjórir íbúðargámar verða notaðir undir rannsóknarstofuna og verða þeir á Hvanneyri.

Í tilkynningu vegna nýju rannsóknarstofunnar segir að margir bændur hafi snúið sér til efnagreiningarstofu í Hollandi með heysýnin sín en þar hafa þeir fengið niðurstöður fljótt og vel. Til stendur að kaupa massagreini sem gerir rannsóknarstofunni á Hvanneyri kleift að bjóða sama afgreiðslutíma á heyefnamælingum og Hollendingarnir og jafnframt að bæta við snefilefnagreiningum. Auk verða á rannsóknarstofunni  orku- og örverumælingar fyrir fóðurstöðvar loðdýrafóðurs. Nýja rannsóknarstofan verður með tæki og sérþekkingu til að bjóða íslenskum garðyrkjubændum þjónustu, sem þeir kaupa nú frá útlöndum.

Eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sem hefur fengið nafnið Seyla ehf., er Elísabet Axelsdóttir.

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...