Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Rannsóknarstofan Seyla tekur til starfa
Fréttir 26. nóvember 2014

Rannsóknarstofan Seyla tekur til starfa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ný rannsóknarstofa tekur til starfa á Hvanneyri eftir áramót. Rannsóknarstofan mun meðal annars sjá um hey- og jarðvegsefnagreiningar fyrir bændur og orku- og ör­verumælingar fyrir fóðurstöðvar loðdýrafóðurs.

Fjórir íbúðargámar verða notaðir undir rannsóknarstofuna og verða þeir á Hvanneyri.

Í tilkynningu vegna nýju rannsóknarstofunnar segir að margir bændur hafi snúið sér til efnagreiningarstofu í Hollandi með heysýnin sín en þar hafa þeir fengið niðurstöður fljótt og vel. Til stendur að kaupa massagreini sem gerir rannsóknarstofunni á Hvanneyri kleift að bjóða sama afgreiðslutíma á heyefnamælingum og Hollendingarnir og jafnframt að bæta við snefilefnagreiningum. Auk verða á rannsóknarstofunni  orku- og örverumælingar fyrir fóðurstöðvar loðdýrafóðurs. Nýja rannsóknarstofan verður með tæki og sérþekkingu til að bjóða íslenskum garðyrkjubændum þjónustu, sem þeir kaupa nú frá útlöndum.

Eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sem hefur fengið nafnið Seyla ehf., er Elísabet Axelsdóttir.

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...