Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Raunávöxtun LSB 5,6% 2013
Fréttir 3. apríl 2014

Raunávöxtun LSB 5,6% 2013

Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda (LSB) var haldinn 21. mars. Þar kom fram að hrein eign til greiðslu lífeyris nam 27,3 milljörðum króna í árslok 2013, hækkaði um 1,8 milljarða króna milli ára eða 7,0%.

Hrein eign til greiðslu lífeyris hefur vaxið frá bankahrunsárinu 2008, ekki aðeins miðað við verðlag hvers árs heldur hefur orðið nokkur aukning umfram hækkun verðlags. Ávöxtun á árinu 2013 var 9,6%, sem samsvarar 5,7% raunávöxtun. Hrein raunávöxtun nam 5,6% á árinu 2013, á móti 5,5% árið 2012.

Ávöxtun síðustu fjögurra ára er 4,5% að meðaltali, sem er talsvert umfram það viðmið sem stuðst er við í tryggingafræðilegri athugun lífeyrissjóðanna.

Afkoma ársins 2013 var með ágætum þegar horft er til takmarkaðra fjárfestingarmöguleika með tilkomu gjaldeyrishaftanna.

Eignasafn sjóðsins er traust og væntingar eru um stöðuga og góða ávöxtun á næstu árum. Aukin áhersla á greiningu á fjárhagslegri stöðu við fjárfestingar, greiðslugetu og gæðamat á skuldara fremur en að horfa eingöngu til ávöxtunar, mun styrkja sjóðinn enn frekar og afkomu hans þegar til framtíðar er litið.
Lífeyrisréttindi sjóðsins eru verðtryggð og breytast til samræmis við breytingu á vísitölu neysluverðs.
Heildariðgjaldatekjur námu 575 m.kr., sem er 13,0% hækkun frá fyrra ári. Iðgjöld sjóðfélaga námu 195 m.kr., mótframlög 379 m.kr. og réttindaflutningar og endurgreiðslur nettó var 1,1 m.kr. Greiðandi virkir sjóðfélagar voru 2.592 á árinu 2013 samanborið við 2.657 á árinu 2012.

Iðgjöld sjóðfélaga eru 4% af launum. Hjá bændum miðast iðgjöld við reiknað endurgjald í landbúnaði eða greidd laun þar sem búrekstrarformi er þannig háttað, sbr. 1. og 2. mgr. 4. gr. laga nr. 12/1999.
Starfsmenn LSB í árslok 2013 voru þrír auk framkvæmdastjórans, Ólafs K. Ólafs, og er Skúli Bjarnason þar stjórnarformaður.

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.