Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Reglugerð um vegi í náttúru Íslands
Fréttir 9. október 2017

Reglugerð um vegi í náttúru Íslands

Höfundur: smh
Umhverfis- og auðlinda­ráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um vegi í náttúru Íslands.
 
Drögin fela í sér að við gerð aðalskipulags eða svæðisskipulags sveitarfélaga geri þau tillögu að skráningu vega utan þjóðvega, í náttúru Íslands, þar sem umferð vélknúinna ökutækja er heimil. Skráin verði leiðbeinandi við skipulagsgerðina.
 
Vegaskrá gerð í samráði
 
Slík vegaskrá verður háð samþykki Umhverfisstofnunar, eða eftir atvikum stjórnvalda þjóðgarða þegar við á. Við gerð skrárinnar skulu sveitarfélög hafa samráð við Umhverfisstofnun eða önnur stjórnvöld þjóðgarða, Vegagerðina, Landgræðslu ríkisins, Landmælingar Íslands, samtök útivistarfélaga, náttúru- og umhverfisverndarsamtök, Bændasamtök Íslands og Samtök ferðaþjónustunnar. 
 
Náttúruverndarsjónarmið
 
Í þriðju grein draganna segir: „Við gerð tillögu að skrá um vegi ber að leggja mat á það hvort akstur á þeim sé líklegur til að raska viðkvæmum gróðri, valda jarðvegsrofi, hafa neikvæð áhrif á landslag, víðerni og ásýnd lands eða hafa að öðru leyti í för með sér náttúruspjöll. Einnig má líta til þess hvort um greinilegan og varanlegan veg sé að ræða, hvort löng hefð sé fyrir akstri á honum og hvort umferð á tilteknum vegi skuli takmarka við ákveðnar gerðir ökutækja, ákveðið tímabil, náttúrufarslegar aðstæður eða við akstur vegna ákveðinna starfa.“
 
Flokkaðir eftir heimild til notkunar
 
Í fjórðu grein draganna segir: „Sveitarfélög skulu í tillögu að skrá um vegi flokka vegina í samræmi við flokkun Vegagerðarinnar á landsvegum. Vegina skal einnig flokka eftir heimild til notkunar í opna vegi og vegi með takmarkaða notkun. 
 
Sé um að ræða veg með tímabundna og/eða takmarkaða notkun skal tilgreint sérstaklega það tímabil sem heimilt er að nota veg og í hvaða tilgangi sé heimilt að nota veginn, s.s. við smalamennskur, veiði, viðhald veitumannvirkja eða rannsóknir.“
 
Skila skal umsögnum um drögin fyrir 13. október, en þau má nálgast í gegnum vef stjórnarráðsins, stjornarradid.is. 
Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...