Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Reglugerð um vegi í náttúru Íslands
Fréttir 9. október 2017

Reglugerð um vegi í náttúru Íslands

Höfundur: smh
Umhverfis- og auðlinda­ráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um vegi í náttúru Íslands.
 
Drögin fela í sér að við gerð aðalskipulags eða svæðisskipulags sveitarfélaga geri þau tillögu að skráningu vega utan þjóðvega, í náttúru Íslands, þar sem umferð vélknúinna ökutækja er heimil. Skráin verði leiðbeinandi við skipulagsgerðina.
 
Vegaskrá gerð í samráði
 
Slík vegaskrá verður háð samþykki Umhverfisstofnunar, eða eftir atvikum stjórnvalda þjóðgarða þegar við á. Við gerð skrárinnar skulu sveitarfélög hafa samráð við Umhverfisstofnun eða önnur stjórnvöld þjóðgarða, Vegagerðina, Landgræðslu ríkisins, Landmælingar Íslands, samtök útivistarfélaga, náttúru- og umhverfisverndarsamtök, Bændasamtök Íslands og Samtök ferðaþjónustunnar. 
 
Náttúruverndarsjónarmið
 
Í þriðju grein draganna segir: „Við gerð tillögu að skrá um vegi ber að leggja mat á það hvort akstur á þeim sé líklegur til að raska viðkvæmum gróðri, valda jarðvegsrofi, hafa neikvæð áhrif á landslag, víðerni og ásýnd lands eða hafa að öðru leyti í för með sér náttúruspjöll. Einnig má líta til þess hvort um greinilegan og varanlegan veg sé að ræða, hvort löng hefð sé fyrir akstri á honum og hvort umferð á tilteknum vegi skuli takmarka við ákveðnar gerðir ökutækja, ákveðið tímabil, náttúrufarslegar aðstæður eða við akstur vegna ákveðinna starfa.“
 
Flokkaðir eftir heimild til notkunar
 
Í fjórðu grein draganna segir: „Sveitarfélög skulu í tillögu að skrá um vegi flokka vegina í samræmi við flokkun Vegagerðarinnar á landsvegum. Vegina skal einnig flokka eftir heimild til notkunar í opna vegi og vegi með takmarkaða notkun. 
 
Sé um að ræða veg með tímabundna og/eða takmarkaða notkun skal tilgreint sérstaklega það tímabil sem heimilt er að nota veg og í hvaða tilgangi sé heimilt að nota veginn, s.s. við smalamennskur, veiði, viðhald veitumannvirkja eða rannsóknir.“
 
Skila skal umsögnum um drögin fyrir 13. október, en þau má nálgast í gegnum vef stjórnarráðsins, stjornarradid.is. 
Mesti vöxturinn í mjólkurframleiðslu
Fréttir 23. ágúst 2024

Mesti vöxturinn í mjólkurframleiðslu

Búist er við að neysla á landbúnaðarvörum á heimsvísu aukist um 13 prósent á næs...

Anton Kári sveitarstjóri er nýr formaður
Fréttir 23. ágúst 2024

Anton Kári sveitarstjóri er nýr formaður

Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, er nýr formaður stjórn...

Bændur í sólarselluverkefni
Fréttir 23. ágúst 2024

Bændur í sólarselluverkefni

Fyrirtækið Alor sérhæfir sig í orkulausnum, meðal annars innleiðingu á framleiðs...

Upplýsingavefur um líforkuver fyrir dýraleifar
Fréttir 22. ágúst 2024

Upplýsingavefur um líforkuver fyrir dýraleifar

Vefurinn Líforka.is var formlega opnaður fyrir skemmstu, sem er upplýsingavefur ...

Smalahundar etja kappi
Fréttir 22. ágúst 2024

Smalahundar etja kappi

Smalahundafélag Íslands stendur fyrir landskeppni smalahunda 24. og 25. ágúst næ...

Vindmyllur fá grænt ljós
Fréttir 22. ágúst 2024

Vindmyllur fá grænt ljós

Gefið hefur verið út virkjanaleyfi fyrir fyrsta íslenska vindorkuverið, Búrfells...

Frestun hrossaútflutnings
Fréttir 21. ágúst 2024

Frestun hrossaútflutnings

Reglubundin yfirhalning farmflugvélar er ástæða þess að engin hross hafa verið f...

Nýr bústjóri Nautís
Fréttir 21. ágúst 2024

Nýr bústjóri Nautís

Davíð Ingi Baldursson hefur verið ráðinn sem bústjóri í einangrunarstöðinni á St...