Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Reglugerð um vegi í náttúru Íslands
Fréttir 9. október 2017

Reglugerð um vegi í náttúru Íslands

Höfundur: smh
Umhverfis- og auðlinda­ráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um vegi í náttúru Íslands.
 
Drögin fela í sér að við gerð aðalskipulags eða svæðisskipulags sveitarfélaga geri þau tillögu að skráningu vega utan þjóðvega, í náttúru Íslands, þar sem umferð vélknúinna ökutækja er heimil. Skráin verði leiðbeinandi við skipulagsgerðina.
 
Vegaskrá gerð í samráði
 
Slík vegaskrá verður háð samþykki Umhverfisstofnunar, eða eftir atvikum stjórnvalda þjóðgarða þegar við á. Við gerð skrárinnar skulu sveitarfélög hafa samráð við Umhverfisstofnun eða önnur stjórnvöld þjóðgarða, Vegagerðina, Landgræðslu ríkisins, Landmælingar Íslands, samtök útivistarfélaga, náttúru- og umhverfisverndarsamtök, Bændasamtök Íslands og Samtök ferðaþjónustunnar. 
 
Náttúruverndarsjónarmið
 
Í þriðju grein draganna segir: „Við gerð tillögu að skrá um vegi ber að leggja mat á það hvort akstur á þeim sé líklegur til að raska viðkvæmum gróðri, valda jarðvegsrofi, hafa neikvæð áhrif á landslag, víðerni og ásýnd lands eða hafa að öðru leyti í för með sér náttúruspjöll. Einnig má líta til þess hvort um greinilegan og varanlegan veg sé að ræða, hvort löng hefð sé fyrir akstri á honum og hvort umferð á tilteknum vegi skuli takmarka við ákveðnar gerðir ökutækja, ákveðið tímabil, náttúrufarslegar aðstæður eða við akstur vegna ákveðinna starfa.“
 
Flokkaðir eftir heimild til notkunar
 
Í fjórðu grein draganna segir: „Sveitarfélög skulu í tillögu að skrá um vegi flokka vegina í samræmi við flokkun Vegagerðarinnar á landsvegum. Vegina skal einnig flokka eftir heimild til notkunar í opna vegi og vegi með takmarkaða notkun. 
 
Sé um að ræða veg með tímabundna og/eða takmarkaða notkun skal tilgreint sérstaklega það tímabil sem heimilt er að nota veg og í hvaða tilgangi sé heimilt að nota veginn, s.s. við smalamennskur, veiði, viðhald veitumannvirkja eða rannsóknir.“
 
Skila skal umsögnum um drögin fyrir 13. október, en þau má nálgast í gegnum vef stjórnarráðsins, stjornarradid.is. 
Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...